dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, október 27, 2005

Hvar eru konur raunverulega staddar í okkar yndislega þjóðfélagi?

Gönguferðin sem ég fór í með kynsystrum mínum sl. mánudag vakti til umhugsunar um stöðu kvenna.

Mig dreymir um þjóðfélag sem byggir á jafnrétti, ég vil engin sérréttindi umfram karlmenn en það væri voða gott ef jafnrétti jafnt á heimilum sem og vinnustöðum væri viðurkennt. En nú velti ég því fyrir mér hvort að konur yfir höfuð vilji jafnrétti en viljinn risti bara ekki nógu djúpt.

Ég tek dæmi frá sjálfri mér til að útskýra aðeins hvað ég á við; ég fór einu sinni í atvinnuviðtal og þegar ég var spurð um launakröfur var ég alveg rosalega lítillát og ég sé enn þann dag í dag eftir því. Ég veit ekki hvort ég hélt að ég myndi síður verða ráðin ef ég gerði of háar kröfur eða hvað.

Þegar ég bjó með barnsföður mínum var ég alltaf að kvarta undan því að hann tæki ekki nægan þátt í húsverkunum. En... ég vildi velja hvað ég gerði og ég bannaði honum meira að segja að gera það sem honum fannst skemmtilegt eins og að þvo þvott. Ég treysti honum bara ekki nógu vel. Mistök, verð ég að segja. Maðurinn missti allan áhuga á að taka þátt í þessu, sennilega vegna þess að honum var skipað fyrir en ekki leyft að koma með frumkvæði.

Ég menntaði mig í “kvennastarf” og það skiptir mig eiginlega ekki máli hvort ég skipti um starfsvettvang því að launin eru svipuð. Í núverandi starfi er ekki gerð krafa um háskólamenntun svo að launin eru í samræmi við það. ;-(

Hvernig getum við konur breytt þessu? Er nóg að mæta í göngu á kvennafrídaginn á þrjátíu ára fresti?
Er nóg að segja þegar auglýsingin frá VR birtist á skjánum; já þetta er alveg rétt eða þetta er góður punktur!... ?

Einn hlutur sem ég er stolt af í sambandi við mannréttindi kvenna: ég nota alltaf kosningaréttinn. Mér finnst það lágmarksvirðing við þær konur sem börðust fyrir því að við, dætur þessa lands, gætum gengið í kjörklefana og lagt okkar atkvæði á vogarskálarnar. Gleymið því ekki vinkonur mínar að einu sinni þóttum við ekki búa yfir nægilegri dómgreind til að kjósa!

Hvað finnst ykkur um þetta? Gaman væri að heyra ykkar sjónarmið!

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skildir þú við barnsföður þinn útaf þvottavélinni ? DJÓK
Ég er líka kona !!
en skil ekki alveg þegar þú segist hafa menntað þig í ,,kvennastarfi,, er Kennarastarfið ekki karlmannsverk eða er ég að misskilja eitthvað á blogginu ?? tell me

3:31 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Kennslustarf er að miklum meirihluta unnið af konum og þess vegna set ég kvennastarf í gæsalappir. ;-)

3:37 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Sammála Hildur. Maður er reyndar orðinn svo vanur því að gera hlutina sjálfur heima hjá sér að maður á erfitt með að þiggja hjálp við hluti sem maður veit hreinlega ekki hvernig á að gera. Annars er draumur minn að eiga mann sem væri til í að gera hlutina með mér og líka stundum dekra við mig og ég á móti. Og er þá sama hvort að dekrið felst í eldamennsku eða flísalögnum.
Annars var ég spurð að því í kvöld hvenær ég ætlaði að fara að kenna. Og ég svaraði að bragði þegar nógu margir karlar verða komnir í stéttina til að launin hækki! Svarið var: já svoleiðis, þú ætlar sem sagt aldrei að kenna! ;-) Mig langaði bara til að sjá hvernig viðbrögðin yrðu, svona í tilefni vangaveltna minna.

10:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heima hjá mér þá geri ég flest allt enda þykja mér heimilisstörfin skemmtileg og kvarta ekki yfir því. Kallinn skúrar að vísu yfirleitt og hjálpa mér að setja á rúmið því mér finnst það svo leiðinlegt og svo er hann nú duglegur að hjálpa smotterí þegar ég bið hann um. Ég læt hann hinsvegar algjörlega um bílinn, finnst það ekki vera mitt starf enda er ákveðin verkaskipting á heimilinu.. usss ég myndi setja rúðupiss í bensínlokið ef ég færi eitthvað að vesenast með bílinn..nei kannski ekki alveg :o/
Annars heyrði ég af stelpu sem var frekast til lítillát í atvinnuviðtali og vinnuveitendurnir vildu ekki ráða hana því þeir tölduu hana ekki hafa nógu mikið sjálfstraust og metnað. Hún hefði því átt að vera kokhraust og biðja um hærri laun.

10:00 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Mér finnst mjög gaman að heyra skoðanir ykkar!

Matta: já er það ekki þannig að ef maður veit hvað maður vill og er ákveðinn í sætta sig ekki við minna en það, uppskeri maður bara meiri virðingu og fær kannski bara það sem maður vill? Tengdó(x) gerði þetta einu sinni í atvinnuviðtali og átti í raun og veru ekki von á að gengið yrði að kröfum hennar (henni fannst þetta soldið mikið en samt eitthvað sem hana hafði dreymt um lengi). En viti menn, ekkert mál og "við viljum starfsfólk sem veit hvað það vill"...Ég hugsa stundum um þetta þegar þessi umræða fer í gang. En auðvitað er ekki alltaf hægt að heimta hluti, s.s. í kennarastéttinni þar sem laun eru ákvörðuð af kjarasamningum. ;-(

11:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sko nú ferð þú Ásgerður upp til yfirmanns þíns og biður um hærri laun !! Þoriru ? þoriru ekki ? ertu kona eða karl ?
Æ reinum að finna kall handa þér ekki svo launin hækki heldur uppfylli hjarta þitt og taki þátt í uppvaskinu og svoddleiðis ;)
Hristu nú annað blogg framm úr erminni :)

3:29 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Hold your horses Stevo!
1.Búin að því!
2.Ertu með einhvern sérstakan í huga?
3.Bloggið er komið fram úr snjóblautri erminni! ;-)

8:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ mér líst svo vel á hve síðan er orðin virk hjá þér og þá bæði hjá þér og í kommentakerfinu, já það gleður mitt hjarta :)
Tja já og nei eða já ég er kannski með einhvern ,,sérstakann,, í huga og ég er að hugsa um að láta það ekkert flakka hér sko heldur læt þig vita þegar við hittumst :)
Ég held að einnig sé komin dagsetning á jólahlaðborðinu, læt þig vita
Kveðja Stevo :)

7:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home