dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, október 18, 2005

Ég á eina frænku...


...í Noregi sem heitir Lotta. Hún er bæði falleg og góð en ákaflega athyglissjúk kona og einstaklega hrifin af Brynjari hennar Möttu frænku okkar. Brynjar er náttúrulega veikur fyrir svona fagurri konu en Matta hefur þó alltaf vinninginn þar á bæ. Sem betur fer. En mér finnst samt alveg svakalegt þegar konur utan sambandsins eru farnar að stjórna drykkjuháttum manna. En Brynjar var að fíla það að hafa Lottu hringjandi í sig í tíma og ótíma, segja sér hvenær komið væri nóg af göróttum drykkjum og síðast en ekki síst að gera allt hvað hún gat til að kyssa hann. Það stóðst hann víst ekki lengi og varð uppi fótur og fit þegar vinur hans varð vitni að þessum ósóma. En sem betur fer er Matta frænka mjög göfuglynd kona og aumkaðist hún yfir þau skötuhjú Brynjar og Lottu og fyrirgaf þeim kossaflangsið. En hér birtist lokst mynd af Lottu og kannski er það í fyrsta sinn sem sú heillandi stúlka kemst með ljósmynd af sér á alnetið. :-)

Lotta ég vona að þú hafir það gott í Noregi og vonandi sjáumst við í Herjólfsdal á næstu Þjóðhátíð. En lofaðu mér bara einu: láttu Brynjar í friði. Ég er ekki viss um að Matta þoli þetta tvisvar í röð!

Heja til Norge.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

...hehehehehe...Ása þú ert frábær !!! mér skilst að vísu að skvísan sé búin að ná sér í norsara; hann Erik og þau búa orðið saman í Bergen; þarf því ekkert að vera að hún komi á næstu Þjóðhátíð - vonandi ekki bara :o/

9:39 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Noo, þau koma kannski bara saman og þá verður hún kannski til friðs? : )

10:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þó Lotta sé orðin ráðsett frú í Bergen yrði ég nú ekki hissa að þó Matta yrði nú samt að vera á verði... það eru alls kyns útlendingar á ferðinni á þjóðhátíð... yrði ekki hissa þó spönsk senjoríta myndi stela senunni á næstu þjóðhátíð, eða rauðhærð s úr þýsku ölpunum... aldrei vita... held ég verði nú að endurskoða þessa utanferð okkar mæðgna á næstu þjóðhátíð!!! svona án gríns :)

1:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home