dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, október 04, 2005

Equilibrium...??

Við hættum við að mæta í matinn á Lundaballinu. Ég var svolítið þreytt eftir gönguferð dauðans fyrir hádegið. Klikkaði eitthvað á því að teygja á ristunum og svo eru skórnir mínir glataðir “utan vega”. Verð að fjárfesta í rándýrum skóm sem hannaðir eru af færustu sérfræðingum. Við sjáum til. Anyways við rifum okkur upp eftir miðnætti og kíktum heim til Lilju Ó. þar sem Hildur Sæ var mætt. Hún hafði látið þau orð falla að Ameríkaninn minn hefði nú bara gott af því að hitta fyrir alvöru villtar íslenskar konur. Ég sagði honum það rétt áður en við gengum upp útidyratröppurnar á Strembunni. Ég vildi að ég hefði verið með falda myndavél þegar hann leit á mig með óborganlegan svip á andlitinu. : ) Og Hildur hafði rétt fyrir sér, hann hafði bara gott af því. Og vill núna að ég temji mér íslenska villikvenmennsku (mínus atriðið hennar Hildar: ) En við sjáum nú bara til með það. Þegar við loksins hundskuðums á ballið var klukkan langt gengin í þrjú. Og það verður að játast að maður var orðinn ansi hress í heitu/sætu skotunum á barnum. Áttaði mig á því á leiðinni heim að jafnvægið var horfið út um gluggann. Some people needed a sight seeing walk. þ.e. langaði að skoða útidyrahurðina á Landakirkju aðeins í myrkrinu. Mér fannst það jaðra við helgispjöll að eiga svona erfitt með að ganga beint svona nálægt guðshúsinu. Ó mæ god, sem betur fer gerist þetta nú ekki oft. Svo loksins þegar við komum heim þá ætlaði ég bara að falla til svefns í öllum fötunum (ávísun á kvalafulla vakningastund) en nei nei, ekki í boði. Þú, vina mín, skalt núna drekka að minnsta kosti jafn mikið magn af vatni og þú innbyrtir af bjór. Og mikið rosalega var það erfitt maður. Það þurfti að pína sig verulega en eftir 1-1,5 lítra af vatni þá hresstist ég nú all svakalega. Eiginlega svo svakalega að ég svaf bara í 3 klukkutíma og gat svo ekki sofið meir. Þannig að ég skrapp í gönguferð fyrir klukkan 12 á hádegi. Steinstaðahringinn. Vá hvað það var gott að ganga þetta úr sér í sjóroki og sól til skiptis. Maður kann þetta bara ekki lengur.

Um kvöldið horfðum við á “Ég lifi” um eldgosið. Það var gaman og merkilegt, ég hafði aldrei séð hana áður. Nóg um það.

Mér finnst ég eitthvað heft þessa dagana. Tilfinningalega sko. Veit ekki alveg hvernig ég á að láta með sjálfa mig. Það verður að koma í ljós. Vont að vera svona klikkaður stundum. Mér finnst eitt í dag og annað á morgun. Veit ekki alveg hvert ég stefni. Finnst samt að ég stefni á eitthvað jákvætt. Mig langar að fara í framhaldsnám og þá helst ekki í fjarnámi takk fyrir. Mig langar að flytja til útlanda og læra. Mig langar að njóta lífsins og breyta til. Mig langar að rækta listina, læra ljósmyndun, fara á myndlistanámskeið, yrkja ljóð og jafnvel skrifa eitthvað. Finnst ég standa á krossgötum vegna þess að ég á eftir að þrengja hringinn í sambandi við þetta nám. Velja land og fag. Svo væri ekki verra að öðlast starfsreynslu í mínu eigin fagi áður.

Núna er tími sjálfsræktunar í mínu lífi. Það kannski þess vegna sem mér finnst ég svona heft. Er að vinna í að komast að því hvað ég vil og hvaða tilfinningar bærast í brjósti mínu gagnvart lífi mínu og tengslum við annað fólk. Mér finnst ég nokkurs konar hellisbúi sem er nýsloppinn út úr hellinum en er með ofbirtu í augunum. Jæja, við sjáum bara til hvert þessar hugleiðingar leiða mig.

Lifið heil!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta og takk fyrir síðast...það klikkar nú ekki þegar við hittumst á böllum...

við (Baddi og DD) erum alveg að fara að flytja heim til eyja og þá verður sko kátt í höllinni...heheh

heyrumst
kv
Aldís

9:50 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Frábært að heyra Aldís mín og takk fyrir síðast. Þetta var mjög fínt nema þetta með jafnvægið á heimleiðinni ;-)
Ég hlakka til að fá ykkur í bæinn.

10:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home