dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Pipar og bað...

Hvað er að frétta?

Ég var með matarboð í gærkvöldi. Bauð bróður mömmu og hans familíu og svo ömmu og afa, syni mínum til ómældrar gleði. Var með lasagna með spínati. Ekkert smá langt síðan ég hef eldað svoleiðis. Ætti ég kannski að gera meira af því þar sem ég er ekki frá því að ég hafi heillað SK á sínum tíma upp úr skónum með mínu óviðjafnanlega lasagna. : ) en það er kannski ekki svo góðs viti því að ekki gekk það nú lengi. Þ.e. þegar ég hætti að nenna að gefa honum lasagna reglulega þá fór áhuginn að þverra. Eða eitthvað annað. Ætli það ekki bara?


En jæja ég plataði frænda minn til að mæla baðherbergið mitt fyrir mig og gefa mér góð ráð. Mér líst voðalega vel á þetta því ef hann hefur rétt fyrir sér þá mun myndast þó nokkuð aukapláss þegar ég tek niður veggklæðningarnar og þá kem ég almennilegu baðkeri fyrir í þessu fremur takmarkaða rými sem kallast baðherbergi. Ef herbergi getur talist næstum því. Ætti eiginlega frekar að kallast skápur eða eitthvað í þá áttina. Nei ég segi nú bara svona.


Svo fór ég á bókasafnið að skoða blöð um innanhússarkitektúr og svoleiðis. Fékk líka heila bók um baðherbergi og svefnherbergi. Maður ætti nú að geta fengið einhverjar hugmyndir þar. VK vill endilega fá extreme makeover home edition heim til okkar. Ég þakka nú bara fyrir á meðan hann er bara að biðja um svoleiðis fyrir heimilið en ekki mömmu sína : )

Svo er bara piparpartý á föstudaginn. Þetta verður reyndar bara hálft því að HI er náttlega gengin út og svo erum við með eina aukalega í þetta sinn sem er gift. Þannig að það þarf að fara að gera eitthvað í þessu piparkornafélagi. Annað hvort að finna einhverja handa okkur ÁK eða breyta nafninu. Kannski að endurnýja meðlimina. Fá nokkra gilda limi í félagið!: ) Nei, ég segi nú bara svona.

Bless bless í bili.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehehe... alltaf jafn orðheppinn, Extreme Makeover á mömmuna.. nei vonandi fer hann nú ekki að biðja um það drengurinn. Ohh það er svo gaman að spá og spekúlera í innanhússarkitektúr, sérstaklega þegar plássið er lítið og maður þarf að nýta hvern cm, er ekki í nokkrum vafa en að þetta verði mjög flott og smekklegt hjá þér - hlakka til að sjá ;o)
ps. þarf endilega að fá uppskriftina af þessu lasagne..slurp

9:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home