dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Engan veginn og alls ekki hress...

Hvernig er hægt að vera svona latur? Að nenna ekki neinu. Ekki að vinna, ég er ekki einu sinni með draumóra um að vera að þrífa heima hjá mér eða neitt slíkt. Nú hef ég engar afsakanir lengur og neyðist til að viðurkenna letina. Mig langar bara til að sofa í tandurhreinu rúmi og lesa á milli þess sem ég dorma. Hvað er það? Jólin eru ekki einu sinni nálæg. Bara að einhver semdi fyrir mig ljóð eða smásögu. .: ) Var reyndar að lesa smásögur eftir Gerði Kristnýju; Eitruð epli. Rosalega furðulega sögur maður. Brosti nú alveg að sumum en fékk hroll af öðrum. Svo er bara að finna sér eitthvað annað að lesa. Er að lesa Móður í hjáverkum en næ ekki að festasta nógu vel í henni. Kannast við sumt sem er á seyði hjá frúnni en það vantar spennuna í þetta fyrir mig. Þetta netástarsamband hennar mætti vera meira spennandi og karlinn hennar mætti ergja sig meira. Bara svona til að maður missi ekki þráðinn í lýsingum af skítugum krökkum, hneykslaðri tengdafjölskyldu, skilningslausum samstarfsfélögum og kalli sem Vala vinkona myndi kalla borðtusku. : ) Ég verð nú að segja að ég hefði líklega fundið mig betur í sögum af Bridget Jones eftir að hún og Darcy eru skilin og hún býr ein með börnin. En hvað ætli sé að frétta af Bridgeti? Er ekki H. Fielding að skrifa meira frá henni? Einhverja dálka eða er það saga? Man ekki.

Ég er ekki í vondu skapi en samt einhvern veginn í engu skapi. Langar bara til að gera þetta ofantalda og láta einhvern annan um að elta rykið heima hjá mér. Væri samt gaman ef maður væri búinn með þann eltingarleik. Þá væri ég hressari, ég veit það alveg.

Jæja ég ætti eiginlega að fá mér lifnipillu áður en ég lognast út af hreinlega. Kannski á Helga í Apótekinu eitthvað svoleiðis handa mér! C vítamín eða eitthvað. Ég er nú búin að borða fullt af gulrótum í dag. Þær ættu að gefa mér eitthvað vítamín. En það virkar kannski ekki strax. Hvað um það. Bless ég er farin upp í rúm að lesa!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kallast þetta ekki bara spennufall Ása mín.... ég held það.

11:10 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Kannski það. Líður þér kannski svon líka?

11:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski þú ættir bara að kíkja í heimsókn til mín þar sem að við getum nú tjattað saman einsog á þjóðhátíðinni :)

9:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home