af ættarmóti og afmælum
Jæja þá er frábært ættarmót Reynistaðarættarinnar á enda og stóru dagarnir okkar Valla Kalla liðnir. Ég og Gunnar Freyr Hafsteinsson frændi minn (krúsidúlla) áttum afmæli þann 12. ágúst þ.e. sl. föstudag, hann varð 7 ára og ég 23 (eða það var alla vega ákveðið : ). Að sjálfsögðu fengum við söng og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Prinsinn minn átti svo 9 ára afmæli þann 13. ágúst og fékk hann sína stærstu afmælisveislu hingað til á laugardaginn. Hún heppnaðist alveg prýðilega. ;-) Myndirnar koma síðar.
Skemmtun ættarmótsins var framúrskarandi vel heppnuð enda frábært fólk á ferð. Með góðri aðstoð Valgeirs Skagfjörð stjórnaði undirrituð dagskránni. Var með smá kvíðahroll alveg þangað til og alveg rosalega fegin þegar það var afstaðið. En allir segja að þetta hafi verið fínt og ég kýs að trúa því. En Valgeir var bara brilliant og fær hann bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Við brunuðum svo í borgina í gær og VK heimsótti pabba sinn. Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá hvað þeir voru samrýmdir með Star Wars myndirnar. Siggi Kalli lánaði syni sínum safnið dýrmæta og er drengurinn í skýjunum yfir örlæti föður síns.
Ég er komin með hálsbólgu og skemmtilegheit bara svona til að hressa mig og kæta en vonandi lagast það nú þegar maður nær að sofa heila nótt í einum dúr.
Jæja myndirnar frá ættarmótinu koma svo von bráðar hér inn fyrst maður er orðinn svona rosalega klár. :-)
Lifið heil
Skemmtun ættarmótsins var framúrskarandi vel heppnuð enda frábært fólk á ferð. Með góðri aðstoð Valgeirs Skagfjörð stjórnaði undirrituð dagskránni. Var með smá kvíðahroll alveg þangað til og alveg rosalega fegin þegar það var afstaðið. En allir segja að þetta hafi verið fínt og ég kýs að trúa því. En Valgeir var bara brilliant og fær hann bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Við brunuðum svo í borgina í gær og VK heimsótti pabba sinn. Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá hvað þeir voru samrýmdir með Star Wars myndirnar. Siggi Kalli lánaði syni sínum safnið dýrmæta og er drengurinn í skýjunum yfir örlæti föður síns.
Ég er komin með hálsbólgu og skemmtilegheit bara svona til að hressa mig og kæta en vonandi lagast það nú þegar maður nær að sofa heila nótt í einum dúr.
Jæja myndirnar frá ættarmótinu koma svo von bráðar hér inn fyrst maður er orðinn svona rosalega klár. :-)
Lifið heil
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home