dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, ágúst 08, 2005

Lífið eftir Þjóðhátíð...

Jú, jú, Skvísusundið var besta gatan í Dalnum þetta árið. Og nokkrar fleiri reyndar líka. Hátíðin var með besta móti í mínu lífi hingað til. Og úthaldið alveg til fyrirmyndar. Augunum var lokað klukkan 06.15 á laugard.morgun. 07.15 á sunnud.morgun og 10.00 á mánudagsmorguninn. Ekki oft sem maður hefur staðið sig svona vel. Nokkur atriði sem standa upp úr: bakkelsi a la Reynó undir íslenskum fána, ræða Össurar og lúðrablástur í sól og blíðu á föstud., sonur minn í skyttubúningi á föstud.kv., Skítamórall í tjaldi að Sigurbraut 2, Lotta frænka, Bobbie McGee á íslensku í flutningi Ásdísar Haraldsd. frænku minnar, föðurfjölskyldufundur í tjaldi við Skvísusund, Brattur í bekkjabíl á mánudagsmorgun, alltaf hress, Eyjólfur efnafræðingur og Jónatan jarðfræðingur, vafasöm saga af aðgerðum miss Hillary til að losna undan kynferðislegu áreiti og s.frv.. o.s.frv.

Næst á dagskrá er ættarmót minnar ástkæru móðurfjölskyldu sem kennd er við Reynistað í Vestmannaeyjum. Þetta verður mikið fjör er ég viss um og pottþétt mál að maður verður þreyttur mánudaginn fimmtánda ágúst. Við mæðginin eigum líka afmæli þessa helgi þ.e. á fös og lau og maður skálar fyrir því get ég sagt þér.

Þar á eftir stendur til að græja baðherbergið. Rífa allt út og setja allt nýtt inn. Mikið verður það skemmtilegt verkefni.

Svo er ég að tryllast úr spenningi yfir því að góðvinur minn hinn ameríski A.W.A. hefur hug á að heimsækja eyjuna fögru fljótlega. Spurning hvort það verði ekki hægt að hafa ofan af fyrir honum einhvern veginn.

En svo er það bara veðrið sem hressir mann hvorki né kætir þessa dagana. Mikið er gott að hátíðin mikla var ekki haldin núna. Þá hefði maður nú aldeilis tapað peningnum eða endað á frekar dýru balli í Týsheimilinu. Efast um að maður hefði meikað það eins lengi og áður sýnd tímataka gaf til kynna.

Mikið rosalega höfðum við mæðgin það gott í gærkv. Tókum spólu á Kletti og gláptum á Evu og Adam (sumir alveg að fíla smá rómans en bara í hófi þó) og klukkutíma af syni grímunnar sem var svo gölluð þannig að við fengum Star Wars í staðinn. Gleðin sem skein úr augum barnsins yfir að fá að sjá Star Wars minnti mig óhemju mikið á föður hans sem birtist reglulega í fari sonar míns. Mér til ómældrar kátínu á köflum. Sumt er bara í genum manna, Star Wars incl. Það er eins og það er.

Á laugardaginn var Artí partí á Hólagötunni. Drengirnir VK og BB unnu að myndlist á striga sem maður kaupir tilbúinn á blindramma. Algjör snilld fyrir þá sem vilja eignast málverk á góðu verði. Kaupa bara rammana svona tilbúna og grunnliti í flöskum. Kostar ekki mikið. Gefa svo krökkunum lausan tauminn og afraksturinn getur ekki klikkað. Ég segi ykkur það alveg satt. Sómir sér vel í hverri stofu. Ekki síður en Kjarval, Karólína og fleiri. Tala nú ekki um hvað þetta verður skemmtilegt þegar frá líða stundir. J

Lifið heil.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já dúllan mín, þetta var æðisleg þjóðhátíð og ekki laust við að maður fái fiðring að lesa þennan pistil þinn.... vúúúú ;o) Nú er bara að bíða og bíða eftir næstu.....
Skálum um næstu helgi fyrir familíunni og ykkur.. ekki málið ;o)

7:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home