dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, desember 30, 2004

Árinu senn lokið!

Í annað sinn síðan 1987 hefur jólaboð Reynistaðarættarinnar verið haldið. Ballið tókst með miklum ágætum og var þátttaka vonum framar. Fólkið kom saman til að borða og skemmta sér. Yngri kynslóðin skemmti sér konunglega og var “míns” ferlega svekktur yfir að þetta væri búið STRAX. : )
Gaman að því! Svo verður þetta bara keyrt áfram á hverju ári og í sumar verður haldið ættarmót. Frænkumafían mun skipuleggja þetta og er það fínt.

Þegar ég var búin í jólaboðinu fór ég í heimsókn til nágrannakonu minnar. Þar voru saman komnar stelpur sem hafa ekki komið saman í 10 ár eða svo. Þetta var bara huggulegasta teiti og VK var alveg alsæll með að fá að vera með “henni” Kristínu langt fram eftir kvöldi.

Og svo á bara að drífa sig á ball á gamlárs. Ekki gerst í mörg ár. Sennilega eitthvað síðan ég vann á ferjunni. Þá átti maður bara þennan eina frídag, nýársdag. Og fannst sóun að eyða honum í þreytu eftir eitthvað ball. Frekar vildi ég vera með lillanum mínum. En nú er sérstakt tilefni. Sóley og Lokesh eru á svæðinu þannig að ég og VK fáum bara kósý seinnipart á lau og svo allan sunnudaginn. Ekkert slæmt. Hef ekki farið síðan áramótin 98-99. Þannig að ég kann þetta ekki svo vel lengur. En hlakka bara til.

Jæja, það er mest lítið að frétta héðan í augnablikinu þannig að ég kveð að sinni og óska ykkur gleðilegs árs ef ég sé ykkur ekki fyrr. Sjáumst hress á nýju ári og gangið hægt um gleðinnar dyr þangað til!

; - )


1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já gleðilegt ár skvísa, sjáumst kannski á balli annars stórefast ég um að ég nenni að fara á ball.
Kveðja,
Matta

9:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home