jólahvað?
Ho Ho Hóóó
Hér er jólasveinninn.... eða jólahvað kannski bara. Hér hefur allt gengið bærilega undanfarið. Síðasta vika var frekar “hectic” eins og Brian myndi segja en allt gekk vel. Maður er þreyttur en gengur enn.
Sonur minn var uppfullur af því í hádeginu að jólasveinar væru ekki til. Sakaði mig um að standa fyrir því sem birtist í skónum hans á morgnanna. Þvílík leiðindi. Eins og ég megi eitthvað vera að svoleiðis löguðu. Hvaðan fær barnið þessa óra? Ég skil það ekki. Ég útskýrði þetta þannig að jólasveinarnir væru eins og Jesú. (úps nú brjálast einhver : ) En jæja þá. Ég á við að fyrir þeim sem trúa á Jesú og Guð eru þeir feðgar að sjálfsögðu til en í augum hindúa eru þeir það ekki. Sama með jólasveininn. Ef maður trúir ekki á hann þá kemur hann ekki til manns. Lætur mann bara alveg í friði. Við skulum svo sjá hvort að efasemdamaðurinn fái eitthvað í skóinn í nótt eða hvort hann sé alveg trúlaus og fái ekki neitt.
Annars er ég að brenna inni með jólakortin. Ég fór með drenginn í myndatöku þann 20.nóvember og fékk myndirnar þann 15.des. Þetta eru stafrænar myndir á diski og ég þarf bara að prenta þær út. En getið bara upp á því hver staðan er. Ég var að prenta myndirnar í dag og Ingi ætlar að skera þær til fyrir mig í dag. Svo að kortin fara líklega á morgun í póstinn. Allt í lagi. Ekkert nýtt við það að fólkið mitt fái kort og gjafir frá mér á milli jóla og nýárs eða bara í janúar. Reyndar eru myndirnar alveg yndislega fallegar. Sá sem tók þær heitir Davíð og fyrirtækið heitir smáfólk.net. Mæli alveg með þeim. Hann hafði svo góða tilfinningu fyrir því sem hann gat boðið barninu. T.d. þegar hann fann að orkan var að minnka þá dró hann fram eplasafa og saltkringlur. Smá pása bara. Ekkert stress.
Ég fór á tónleika í Landakirkju sl. miðv.dagskvöld. Kirkjukórinn, Anna Cwalinska og Óli stjarna eða réttara sagt Ólafur Kjartan Sigurðarson stóðu fyrir yndislegri kvöldstund. Oh, þetta var svo fagurt og heilagt. Mæli með slíku í jólastressinu. Væri bara til í að fara aftur fyrir jól.
Að venju hef ég boðið til Þorláksmessumöndlunnar. Það leggst vel í mig að venju. Þetta eru líklega 5. jólin sem ég geri þetta og það er engin skata sem kemur þar nálægt. Ég býð upp á geðveikan danskan hrísgrjónabúðing með trönuberjasósu, heitan grjónagraut, flatkökur með hangikjöti og rúllupylsu, súkkulaðikökuna hennar Nigellu Bites og heitt súkkulaði. Fólk veltur alveg út skal ég segja ykkur. Svo má ekki gleyma möndlunni fyrir þann heppnu. Svo geri ég stundum smá trít til gamans. Í fyrra skreytti ég kampavínsglös og fyllti þau af konfekti. Krúttlegt ekki satt.
Jæja best að halda áfram að undirbúa herlegheitin.
Hér er jólasveinninn.... eða jólahvað kannski bara. Hér hefur allt gengið bærilega undanfarið. Síðasta vika var frekar “hectic” eins og Brian myndi segja en allt gekk vel. Maður er þreyttur en gengur enn.
Sonur minn var uppfullur af því í hádeginu að jólasveinar væru ekki til. Sakaði mig um að standa fyrir því sem birtist í skónum hans á morgnanna. Þvílík leiðindi. Eins og ég megi eitthvað vera að svoleiðis löguðu. Hvaðan fær barnið þessa óra? Ég skil það ekki. Ég útskýrði þetta þannig að jólasveinarnir væru eins og Jesú. (úps nú brjálast einhver : ) En jæja þá. Ég á við að fyrir þeim sem trúa á Jesú og Guð eru þeir feðgar að sjálfsögðu til en í augum hindúa eru þeir það ekki. Sama með jólasveininn. Ef maður trúir ekki á hann þá kemur hann ekki til manns. Lætur mann bara alveg í friði. Við skulum svo sjá hvort að efasemdamaðurinn fái eitthvað í skóinn í nótt eða hvort hann sé alveg trúlaus og fái ekki neitt.
Annars er ég að brenna inni með jólakortin. Ég fór með drenginn í myndatöku þann 20.nóvember og fékk myndirnar þann 15.des. Þetta eru stafrænar myndir á diski og ég þarf bara að prenta þær út. En getið bara upp á því hver staðan er. Ég var að prenta myndirnar í dag og Ingi ætlar að skera þær til fyrir mig í dag. Svo að kortin fara líklega á morgun í póstinn. Allt í lagi. Ekkert nýtt við það að fólkið mitt fái kort og gjafir frá mér á milli jóla og nýárs eða bara í janúar. Reyndar eru myndirnar alveg yndislega fallegar. Sá sem tók þær heitir Davíð og fyrirtækið heitir smáfólk.net. Mæli alveg með þeim. Hann hafði svo góða tilfinningu fyrir því sem hann gat boðið barninu. T.d. þegar hann fann að orkan var að minnka þá dró hann fram eplasafa og saltkringlur. Smá pása bara. Ekkert stress.
Ég fór á tónleika í Landakirkju sl. miðv.dagskvöld. Kirkjukórinn, Anna Cwalinska og Óli stjarna eða réttara sagt Ólafur Kjartan Sigurðarson stóðu fyrir yndislegri kvöldstund. Oh, þetta var svo fagurt og heilagt. Mæli með slíku í jólastressinu. Væri bara til í að fara aftur fyrir jól.
Að venju hef ég boðið til Þorláksmessumöndlunnar. Það leggst vel í mig að venju. Þetta eru líklega 5. jólin sem ég geri þetta og það er engin skata sem kemur þar nálægt. Ég býð upp á geðveikan danskan hrísgrjónabúðing með trönuberjasósu, heitan grjónagraut, flatkökur með hangikjöti og rúllupylsu, súkkulaðikökuna hennar Nigellu Bites og heitt súkkulaði. Fólk veltur alveg út skal ég segja ykkur. Svo má ekki gleyma möndlunni fyrir þann heppnu. Svo geri ég stundum smá trít til gamans. Í fyrra skreytti ég kampavínsglös og fyllti þau af konfekti. Krúttlegt ekki satt.
Jæja best að halda áfram að undirbúa herlegheitin.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home