dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, desember 13, 2004

Uppvakning fjarnemaskrifanna

Jæja nú er mín að vakna úr námsdvalanum! Síðasta verkefnið farið yfir veraldarvefinn. Næsta verkefnið er svo að passa að maður detti ekki í þunglyndi yfir því hvað maður er þreyttur eftir törnina. En hún Sóley mín elskuleg kemur til landsins og þá verður líklega enginn friður til að falla í sjálfsvorkun yfir ryki og svoleiðis. Annars stefnir alveg í að það verði rykfallið heima hjá mér þangað til eftir helgina. Framundan er stíft prógramm! Þ.e. ég þarf að fara í tásuskveringu, andlitsbað og klippingu + að fara á tónleika, aðra tónleika, gera jólakonfekt hjá Hafdísi frænku, fara í jólapakkaskipti hjá saumaklúbbnum og í vinnunni, kannski að fara á Vodkakúrinn (leikritið þ.e.), taka á móti Sóley, föndra, baka, skúra og skrúbba og síðast en ekki síst eiga gæðatíma með syni mínum. Já já hvernig verður orkubúið eftir helgina?

Annars er ég bara merkilega róleg, finnst verst að finnast ég vera að gleyma einhverju á to do listanum hér fyrir ofan.

Skoðaði Haltu kjafti vefinn hjá Andra og co. Þvílíkur húmor sem þar er á ferðinni.

Skrifa kannski eitthvað meira síðar!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá.. það er aldeilis, ég er sem betur fer búin með þennan "mikið að gera" pakka í desember. Ég er nánast alveg tilbúin fyrir jólin, bara ein og hálf jólagjöf eftir, ætli ég fari ekki bara og leggi á borð fyrir jólamatinn ;o) Haltu áfram að blogga... þú ert góður penni.
Kv. Matta frænka

9:56 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Takk fyrir Matta mín. Þú ert nú sú eina sem hefur hrósað þessu bulli :-)

Til hamingju með að vera búin með allan fyrir-jól-pakkann. Verst að þú þyrftir að þurrka af borbúnaðnum ef þú legðir á borð strax :-/

10:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home