dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, september 07, 2004

rigningarnostalgíumenningarsnobb!

Rigningin er bein eins og í Tékkóslóvakíu. Eða þannig. Ég hef aldrei komið þangað en hef alltaf einhvers konar ímynd í hausnum eftir að ég las Óbærilegan léttleika tilverunnar. Eða það held ég . Alla vega eitthvað eftir hann Milan Kundera sem er eiginlega alveg mitt uppáhald í skáldsögunum. Ég held að inni við beinið sé ég pínupons gamaldags bolséviki sem hrífst af rómantískum höftum kalda stríðsins. En ég geri mér grein fyrir því að sú hrifning ristir ekki djúpt. Eiginlega ekki dýpra en sem nemur skáldsögum eftir Milan Kundera. Nú er regnið hætt að vera tékkneskt. Og ég held að það teljist bara íslenskt. Sem er gott. Við erum á Íslandi þú skilur. Ég veit líka að Silvía vinkona mín myndi gefa mikið fyrir að lenda í almennilegu íslensku roki og rigningu. Svona er það þegar við erum fjarri sumum hlutum. Sérstaklega þeim sem okkur finnst ekki svo spes en þegar við njótum þeirra ekki lengur förum við að sakna þeirra. Alveg eins og með suma kærasta. Eða þannig. Til dæmis þegar ég bjó í Danmörku þá fór ég að sakna ORA grænna bauna. Mér hafði alltaf fundist þær ógeðslega vondar. En þegar ég var þarna langaði mig í þær. Gat ekki beðið eftir að komast í þær þegar ég kæmi heim. Mér fannst þær ágætar en ég kaupi þær næstum því aldrei í dag. Kemur samt alveg fyrir.
Mér finnst rigning og rok æðislegt veður vegna þess að það er svo gott að koma inn eftir að hafa verið úti og rignt niður nánast. Eitthvað ljúfar minningar tengdar einhverju svoleiðis mómenti. Mamma eða amma beið eftir manni þegar maður kom rennandi blautur og hrakinn úr skólanum. Gaf manni einhverja hressingu og oftar en ekki kom ég mér fyrir í stofunni og hlustaði á útvarpssöguna. Eða af bandi einhverja sögu. Vú ég er komin í nostalgíufíling. Ég man líka eftir því að amma opnaði gosflöskur þannig að hún gerði gat á tappann í staðinn fyrir að taka hann af. Það þótti mér algjör snilld. En það var víst ekki alltaf þannig í rigningu sko.

Jæja ég veit ekkert hvaða bull ég er komin út í núna. Sorrý.

Ég er búin að panta miða á Edith Piaf 18.sept. Ég ætla að fara með Jóhönnu vinkonu minni. Menningarsnobbklúbburinn ( eða réttara sagt dúóið) er semsagt kominn í gang annað haustið í röð!!!

Gleðilegan rigningardag!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home