dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Ég kýs að kalla þessa færslu prósaljóð:


Færeyingarnir segja víst að nógur sé tíminn og að alltaf komi meira af honum. Mér finnst þetta mikil speki og svolítið í mínum anda. En þegar öllu er á botninn hvolft kemur ljós að tíminn var allt sem við höfðum en þó er allt of seint. Mér finnst þetta eiga vel við morgundaginn. Það er ekki aldur sem slíkur sem hrellir mig. Þvert á móti því að með hverju árinu sem líður hefur maður líklega náð að einhverjum markmiðum og maður er lifandi. Það er bara þessi tími sem hrellir mig smá. Mér finnst ég hafi ætlað að gera meira og vera fljótari að því. Samt er það svo að einhvern veginn er aldrei of seint að byrja og svo er aldurinn líka bara soldið afstæður.

Ps. Ég er ekki í aldurskreppu. Bara að taka það fram. Ég ætla að geyma það í að minnsta kosti 15 ár eða alltaf. Ég er bara svo mikið að hugsa. Nema þetta sé afneitun og upphafið að gráa ósómanum sem snertir svo marga. J

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home