dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Færsla nr. 101

Hver er annars að telja?

Veðrið er útlenskt í dag. Líka í gær. Ég er útlensk í hjarta mínu. Bara ekki í dag og ekki í gær. Í dag er ég íslensk. Og í gær var ég íslenskur Vestmannaeyingur.

Hvar get ég fengið það sem ég vil?
Þá spyrð þú: hvað er það sem þú vilt?

Það er ekki verið að fara fram á mjög mikið. Sálufélaga af réttu kyni! That´s it. (Handlaginn, fjárhagslega sjálfstæður, ekki með brjálaða fyrrverandi o. s.frv...o.sfrv... :)

Hefur tekið nokkur ár að komast að því að það er það sem ég vil í alvörunni. Ég held að allar þessar brúðkaupsferðir hafi orðið til þess að ég opnaði augun. Eða kannski er það bara veðrið og íslendingurinn sem fæddist í hjarta mínu í gær.

Ætti maður að opna munninn?
Fara út úr húsi eftir myrkur um helgar?
Fara aftur í dalinn þegar maður hefur fylgt barni heim að lokinni brennu og svo flugeldum á Þjóðhátíð?
Fara í annars konar ferðir til útlanda en brúðkaupsferðir?
Stilla spænsku brúðarstyttunni upp í svefnherberginu?

Vá, ég veit það ekki. Kannski of mikil áhætta.

Kannski er þetta bara út af því að afmælið nálgast eins og óð fluga.

Nei annars ég held að þetta sé bara veðrið.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

En hvað vangaveltur þínar koma á skrítnum tíma út af því að ég sá mynd í gær af sætasta stráknum.........heldurðu að það sé verið að benda þér á einhverja sérstaka leið? Svona eitthvað merki um hvað þú átt kannski að gera? Kannski ekki endilega með Sætasta en allaveganna finna annan sætann..... :)
heyrumst!
Sóley

4:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sorry, flokkast enn sem KIÐLINGUR!

10:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver? Þú eða einhver sérstakur?

3:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home