dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júlí 29, 2004

frjókornaofnæmi og syfja

Ég þoli ekki frjókornaofnæmi!!!!
Ég verð alltaf svo skrambi syfjuð þegar "köstin" koma. Get bara ekki gert neitt af viti eftir vinnu. Ég fór reyndar í aukavinnuna í gær eftir vinnu, svo í búðin, eldaði matinn heima hjá mömmu. Svo fórum við mæðginin heim og horfðum á lego spólu, ég lagaði heitt súkkulaði og gaf drengnum möndluköku með. Veðrið var svo hrikalega kuldalegt að þetta var við hæfi og rúmlega það! Jæja, þegar legospólan var búin ( ca 30 mín ) var ég líka búin á því. Við reyndum að byggja saman úr legói en gátum ekki alveg verið sammála. Þ.e. ég misskildi víst allt sem drengurinn lagði til þannig að þetta varð allt ómögulegt bara.  Þá fór ég bara að sofa! Hann fór til ömmu sinnar og ég að sofa. Svo kom hann þegar hann var orðinn syfjaður og ég sver að ég man varla eftir því. Rosalega finnst mér ég stundum glötuð móðir!!! Vildi stundum að ég væri skárri!

Seinna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home