dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Stútungasaga

Ég ætla að sjá leikrit á sunnudaginn. Það verður sýnt undir berum himni í Heiðmörk. Þetta er víst gamanleikrit um Íslendingasögurnar.
Mér líst öfga vel á það.
Svo langar mig geðveikt að fara á málverkasýningu Ragnheiðar Rutar Georgsdóttur, dóttur Gogga heitins í Klöpp. Hún er alltaf svo megahress og bara svo mikill ljómi, dreifir gleðigeislum hvert sem hún fer! Ein af þessum með orkugjafirnar og útgeislunina. Sýningin verður á Thorvaldsen og þykir víst bara nokkuð fínt að vera boðið að sýna þar.

 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home