dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júlí 15, 2004

kemistrí, stafsetning og fleira...

Skondið hvað sumt lætur manni líða vel. Til dæmis fólk og stundum hlutir :-) Sérstaklega fólk. Það er svo ótrúlegt að maður skuli alltaf reglulega upplifa það að einhver manneskja sýgur úr manni alla orku og gerir mann bara dálítið doms. Jæja, sem betur fer þá er þetta nú ekki svo algengt að maður þurfi að leggjast í þunglyndi yfir því. Sumt fólk gefur manni líka svo mikla orku og maður verður svo voða glaður og stundum líka duglegur þegar maður er nálægt þessu fólki. Svo eru það hlutirnir sem minna mann á þetta fólk og þá líður manni líka vel. Ég er til dæmis búin að vera að tapa mér hérna á heimasíðu sem Sóley sendi mér. Einhvers konar netbúð. Jæja, það er margt að skoða þar og svo margt sem minnir mig á Sóley. Til dæmis allt dótið með maríubjöllunum. Það er bara svo mikið hún :-) Maður fer bara til hennar í huganum þegar maður sér þetta. Eins og þegar ég keypti mér fluguseríu (ljós) bara vegna þess að hún minnti mig svo mikið á Sóley.

Hvað ætti ég að skrifa meira. Ég held einhvern veginn að ég sé að skrifa svo mikið sóló hér að það hálfa væri nóg. En hvað um það. Ég skrifa bara því að mér finnst það skemmtilegt. Og ekki veitir manni af að æfa sig í stafsetningunni. Sumt er farið að upplitast í minningunni og ef maður ætlar að verða kennari þá þarf maður að vera í góðri skriftaræfingu.

En hvað um það. Planið er að halda enn eitt matarboðið í kvöld. Núna eru það Margrét Lilja og Baldvin Búi. Við höfum ekki sést í margar vikur. Þannig að það er kominn tími á eitthvað skemmtilegt. Mér fannst reyndar alveg rosalega fyndið að Baldvin B. hringdi í Valla K. síðastliðinn mánud. eða þriðjud. morgun. Og þeir voru bara að spjalla þvílíkt lengi. 7 ára. Meðal annars voru þeir að ræða um næstkomandi afmælisveislu sem mæður þeirra lofuðu á síðasta ári að halda suður á eyju í þjóðhátíðartjaldi, með útigrilli og ratleik og svo framvegis. Mjög góð hugmynd fyrir þá sem ekki eiga stór hús. Jæja við sjáum til hverju við nennum þegar til kastanna kemur. (segir maður nokkuð þegar til kastanna lætur???, afsakið hvað ég er orðin rugluð!!) Skiptir ekki öllu máli.


Annars er maður bara vel stemmdur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja skemmtilega gistingu fyrir okkur stórfjölskylduna, næsta sumar. Mig langar mest til að búa í Höll. Það er ekkert svo agalega dýrt. En kostar þó soldinn pening. Það skýrist allt síðar.

Á laugardaginn er Vestmannaeyjamót í frjálsum íþróttum og mun sonur minn keppa þar í öllum greinum. Vonandi að hann verði ekki jafn nervus og í fyrra. Þegar hann var svo meðvitaður um að við værum að fylgjast með honum að honum fipaðist verulega í langstökki og boltakasti. Æ litla dúllan, ég upplifði mig sem kröfuharða foreldrið sem mætir á svæðið, öskrar og gargar og slær þar með krakkann út af laginu. Fer svo í fýlu þegar barnið nær ekki á pall. Maður hefur alveg séð svoleiðis foreldra. Því miður.

Á maður eitthvað að hætta sér út í stjórnmálaumræður á þessum vettvangi?

Iamgonewiththewind,goodbyemyfriend...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefðir nú átt að sjá mig þegar ég var að skoða þessa blessuðu síðu, það var bara fyrir lukku að ég fór hreynlega ekki á hausinn eftir að hafa farið þar inn!!! En gaman að vita til þess að það eru hlutir sem vekja upp svona góðar minningar um mig :). Ég þarf nú bara að opna léttvínsflösku eða sjá Cosmo og þá hugsa ég svo hlýlega til þín hehehe Og svo eru það ferðirnar í Walmart......hugsa alltaf oh hvað ég vildi að Ása væri með, eða Ætli Ásu vanti ekki svona? hehe
heyrumst,
Sóley

4:31 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Óh, krúttið mitt!

8:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home