dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Gott veður í gær

Í gærkvöldi var svo frábærlega gott veður að við mæðginin fórum í 2 tíma gönguferð "upp í sveit". Fórum hinn fræga Steinstaðahring. Með klettakönnun og gróðurupplifun. Yndislegur ilmur af blóðbergi og fleiri jurtum fyllti vitin og við nudduðum blómunum í lófana og fengum þ.a.l. dásamlegan ilminn með okkur heim. Það er verst að ég er greinilega með ofnæmi fyrir nánast öllu. Ég gat varla hreyft puttana þegar ég kom heim. Skrítið, alveg eins og með greni. Hélt að það væri bara það.
En allavega það er langt síðan vindurinn hefur hvílt sig jafn mikið hér í eyjum og í gær. Hann er líka kominn á fullt í dag ;-( .

Það er gaman að búa á Íslandi þegar veðrið er svona gott. Miðnætursólin er óborganleg og bætir alveg upp myrka vetrardaga.

Annars er fátt á döfinni hérna megin í veröldinni. Ég gerði reyndar tilraun til að hefjast handa með að endurskipuleggja herbergi prinsins en féllust hendur eftir 10 mínútur. Þvílíkt dótarí. Það þýðir heldur ekki neitt að hafa barnið heima því að allt sem lendir í ruslapokanum er dregið þaðan aftur og litið á mann með þvílíkum bambaaugum: mamma, hvernig datt þér í hug að henda ÞESSU??????

Ég verð að sæta færist þegar hann er að heiman ;-)

Ég er að drepast úr leiðindum ef ég á að vera hreinskilin. Vonandi lagast það fljótlega!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home