dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Rottuhrollur ;-(((

Ojojojojojojoojojojojojojojojojojojojjjjjjjj....barassssssssttaaaa!!!
Það var svo ömurlega disturbing umræður í vinnunni minni í morgun að ég er að drepast úr hrolli. Það voru nokkrar lýsingar á rottustríði fólks hér í bæ. Einn komst að því að það væri HREIÐUR í þakkassanum hjá honum. Ohhh. Og annar lenti í að hann var að fara að grilla og þegar hann lyftir lokinu að grillinu þá sér hann eina pattaralega. Hann skellir niður og hún á milli. Þegar hann hafði losað sig við hana þá kláraði hann gaskútinn. Lét bara loga í grillinu þvílíkt lengi. Ooo ég er nefnilega með eitt stykki útigrill á dyrapallinum mínum. Svo var ég að setja á það yfirbreiðslu en finnst það eitthvað svo skerí því að hvaða rotta sem er gæti laumast þar undir og átt heima þar þessvegna...
Svo er annað sem ég gæti tryllst út af bókstaflega og það er að allir kettir í bænum eru með störu ofan í hvert einasta niðurfall gatnakerfisins. Mig langar ekkert smávegis til þess að dúndra slatta af rottueitri þar niður :(     (Alveg heilann helling sko)
Ég er líklega með svona mikinn hroll út af þessu vegna þess að ég bý í kjallara og ég þoli ekki gluggana í íbúðinni minni. Vildi heldur hafa opnanlegu fögin ofar. En það verður víst að bíða hærri tekna af minni hálfu  (eða færri brúðkaupsferða, hmm ;-) hahaha.

Æ mig langaði bara til að deila þessu!!! Oj ég vona að ég komist yfir helvítis gæsahúðina á bakinu á mér. Hrollurinn læðist að mér annað slagið og skríður frá hnakka og niður á milli herðablaðanna. Og  þaðan út í handleggi og endar svo með óstjórnlegum pirringi í fótum sem leiðir til þess að ég er oft að svona "tappa" löppunum í gólfið. Ætli þetta sé merki um að ég þjáist af rottufælni?? Eða eru allir svona. Mér finnst það alla vega mjög eðlilegt að flestir nema Ási galdró væru svona... En ég veit bara ekkert um það.

Jájá ég bið bara að heilsa...eða ætti ég kannski bara að segja: best regards from Rat-island :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home