dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, júlí 27, 2004

sunnudagaskóli með Villa og Kára!

Vaknaði í gærmorgun með ægilegan verk í efri vörinni. Og jú jú, risafrunsa búin að koma sér fyrir undir skinninu á mér þar. Oj, ógeð! (mætti halda að ég væri skyld SG: alltaf frunsa þegar eitthvað spennandi er að nálgast; þjóðh.incl.) En jæja ég var algerlega með áblástursáburðinn við vörina allan gærdaginn. Og viti menn þetta er allt á undanhaldi. Gott ef ég verð ekki komin aftur með mína fögru efrivör fyrir helgina :-) algjört möst maður!

Annars var gærdagurinn frekar leim eitthvað. Fór í aukavinnuna eftir vinnu og svo bara heim að gera einhvern vegin ekki neitt. Hefði átt að laga svolítið til fyrir helgina. Eða setja í þvottavél. En nei ekki aldeilis að nenna því. Fór svo bara snemma, þannig lagað, að sofa og vaknaði síðan algerlega búin á því vegna þess að það var svo geðveikt mikið að gera hjá mér í svefninum. Þvílíkir draumar. Þeir bræður Kári og Villi komu í heimsókn og ég áttaði mig bara á því að við erum ægilega miklir vinir. Ekki vissi ég það. Svo var stríðsástand og ég var alltaf að reyna að halda sunnudagaskóla á efstu hæð í risahúsi og þurfti að klifra niður vegginn til að komast aftur niður því að það mátti enginn sjá mann fara niður stigann.  Þetta gerði maður samviskusamlega en vá hvað ég var orðin þreytt eftir nokkur skipti. Það var samt í lagi að labba upp stigann. Hvort maður átti þá bara að vera uppi forever? En V&K stóðu sig rosalega vel í peppinu. Sýndu mér ægilegan stuðning. Og stóðu sjálfir fyrir atriðum í sunnud.skólaum. Mikið eru þetta góðir drengir. Sjarmatröll í draumi að minnsta kosti. En þegar við höfðum bjargað nokkrum barnasálum þá var bara öllu lokið; báðir á braut og ekkert nema klukkuskriflið gargandi upp í eyrað á mér. Óþarfi að öskra maður! ...eða klukka.

Ég er sem sagt frekar þreytt og vonsvikin núna. Mér finnst að ég hefði átt að fá að hafa a.m.k. annan bróðurinn áfram! Sammála!

Hvað meira. Já smá umræða um námslán. Hver er munurinn á því að greiða námslán til baka eða t.d. bílalán? Hvort er mikilvægara? Hvort er erfiðara? Ég hef aldrei tekið námslán þannig að ég veit ekki um hvað málið snýst, þannig lagað.

gb

 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home