Innri ró horfin á braut!
Oj bara, þegar við mægðinin vorum að fara að sofa í gærkv. lentum við í fremur óskemmtilegum fjanda! Drengurinn kallar í mig: mamma, það er eitthvað ógeð á rúminu!! Nú segi ég, hvað er það? Og fer að athuga málið. Þá er þarna á ferðinni ansi pattaraleg silfurskotta. Ég slátraði henni strax og er nokkuð hissa. Verður mér litið á gólfið og sé þar aðra í álíka góðum holdum. Henni slátrað snögglega. Nei nei mætir ekki sú þriðja á svæðið en hún slapp undan morðóða húsráðandanum. Eftir á að hyggja, hvað eru silfurskottur að gera í svefnherbergjum og hvað þá á leiðinni upp í rúm?? Ég hef stundum náð einni og einni inni á baði og slátrað pent um leið. En nú skal kallað á meindýraeyði, strax í dag!!!
Í morgun fékk ég svo félagskap í sturtunni! Ein djúsí Lóa mætt í sturtu! Henni var skolað niður um leið. Vá hvað ég er samt mikið að róa mig í sambandi við pöddur svona í seinni tíð. Þegar ég var krakki var histerían í gangi allt sumarið. Köngulær og sérstaklega hrossafiðrildi voru sérlega fráhrindandi í mínum augum. Oftar en ekki þurfti móðir mín að bjarga mér hágrenjandi undan árásum þessara kvikinda! En ég er orðin nokkuð cool á þessu í seinni tíðinni en er samt eiginlega með ískaldan hroll!!!
Í morgun fékk ég svo félagskap í sturtunni! Ein djúsí Lóa mætt í sturtu! Henni var skolað niður um leið. Vá hvað ég er samt mikið að róa mig í sambandi við pöddur svona í seinni tíð. Þegar ég var krakki var histerían í gangi allt sumarið. Köngulær og sérstaklega hrossafiðrildi voru sérlega fráhrindandi í mínum augum. Oftar en ekki þurfti móðir mín að bjarga mér hágrenjandi undan árásum þessara kvikinda! En ég er orðin nokkuð cool á þessu í seinni tíðinni en er samt eiginlega með ískaldan hroll!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home