dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, ágúst 09, 2004

Meindýraeyðsla hefur farið fram!!



Vonandi dugar þetta. Það versta er að nú má ég ALLS ekki skúra neina gólflista næstu 4 mánuðina. Þar fór nú í verra þar sem mitt helsta áhugamál hingað til hefur verið að þrífa gólflista!! Nei annars, ég er bara að ljúga!!!

Annars var helgin frekar hugguleg bara. Tvö matarboð eru ekki svo slæmur árangur. Fyrra boðið var á afmælinu hennar Sóleyjar sem var að vísu fjarri góðu gamni. ( Sóley en ekki afmælið hennar sko!) Piparkornin tóku sig saman og hittust langþráð!!
Seinna boðið var líka fínt en það var barnvænt og fékk því sonurinn að koma með. Við sátum til að byrje með 4 en svo yfirgaf ein samkvæmið í hálfgerðu fússi en við vorum ekki lengi að jafna okkur á því!! Sonur minn fékk að leika við son húsráðanda og fóru fram miklir fimleikar og fjölleikar af þeirra hálfu. Sem betur fer þá skemmtum við okkur öll mjög vel.

Sunnudagurinn var mjög fínn. VK hjólaði í Blokkina og ég og mamma röltum í rigningunni. Það var mjög hressandi. Fyndið hvað Vestmannaeyingar eiga stundum erfitt með að sætta sig við að sumt fólk vill nota regnhlífar. Þó svo að þær fjúki stundum fram yfir sig!!

Ég er að hugsa svo mikið í augnablikinu. Finnst ég nálgast einhvern afar mikilvægan tímapunkt í lífinu. Einhvern vendipunkt kannski. Svo hugsaði ég aðeins meira. Og komst að niðurstöðu: afmæli eftir 3 daga og síðasta árið í KHÍ að hefjast eftir 9 daga. Kannski að það sé í alvöru eitthvað að fara að gerast.

Hef reyndar verið að standa sjálfa mig að dagdraumum um handlaginn heimilisvin! Helst með iðnmenntun! Spurning að dulbúast og skella sér á Iðnskólaball í haust og athuga hvort að maður geti ekki fest eins og eitt stykki í net. Nei ég segi nú bara svona. Ég ætti svo kannski að fara bara sjálf í iðnnám og læra draumaatvinnugreinina: smíðar. Verst hvað maður hnerrar mikið þegar verið er að saga og svona. Meira ruglið!

Best að skrifa niður þá kosti sem ég vil að prýði minn langþráða heimilisvin og setja í umslag og geyma í réttu horni í húsinu. Það á víst að virka vel samkv. Feng Shui fræðunum.

Bara vita hvað maður vill og ekki að óska sér út í bláinn sko!!

Heyrði eina sögu um helgina:

Ung eyjastúlka hafði, í sumar, staðið í eldheitum samskiptum við ungan mann á netinu. Leið nú að Þjóðhátíð og tjáði ungi maðurinn ungu stúlkunni áhuga sinn um að koma og skemmta sér með henni. Hún bauð honum því gistingu á heimili sínu. Þegar ungi maðurinn mætti svo á svæðið runnu tvær grímur á ungu stúlkuna og endaði dvölin með því að ungi maðurinn var sendur burt með Herjólfi á laugardagsmorgni. Ha haha. Sjálfsagt verið skipt um netfang og auðkenni á spjallrásum!!

Það má alveg nota kommentakerfið! og gestabókina! Ég verð að fara að slengja fram einhverjum álitamálum hér. Það er eitthvað svo rólegt yfir öllu!! Seinna samt!

GB!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home