dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, ágúst 27, 2004

haust ?

Jæja þá er sælan löngu liðin. Fjölskyldan dvaldi í höfðuborginni í eina viku, á meðan ég var í skólanum. Ég átti góða daga í borginni. Og sonur minn líka. Hann var til skiptis hjá föður, móður, ömmu eða öðrum skyldmennum sem slógust um að fá að hitta hann. Gaman að sjá barnið sitt svona yfirmáta hamingjusamt. Hann saknar föður síns og svo virðist sem þeir séu að byggja upp gott samband sín á milli. Maður sér muninn um leið og sá stutti þroskast. Sambandið verður einhvern veginn innilegra. Og það er gott!!

Á menningarnótt (dag) hittumst við stórfjölskyldan og héldum upp á afmæli Siggu Helgu frænku. Fanney kom yfir til okkar og galdraði fram magnaða mexíkóska súpu sem sló öll met. Ég blandaði skrautlegan Mojitos í könnu. Djöfull var hann góður. Ég held nú samt að ég hafi skreytt uppskriftina soldið þannig að hann hentaði mér mjög vel. Eins og Cosmopolitan forðum daga. Hann hætti að vera martini og varð að kokkteil. En hver er að kvarta undan því? Ekki ég allavega!

Skólinn var bara ljúfur. Síðasta árið hafið og ég get ekki verið annað en glöð með það. Verst hvað mig langar alltaf mikið til að setjast á skólabekk í “alvöru”, þegar ég er í þessum lotum. Þar á að troða gjörsamlega öllu í hausinn á manni . þvílíkur lúxus að fá að mæta í skólann og meðtaka boðskapinn á hverjum degi. Draumur í dós segi ég. Og ég ætla að fá mér mastersgráðu einhvern tímann og þá verður það í fullum dagskóla en alls ekk í fjarnámi. (ekki nota þetta gegn mér ef ég verð komin í meira fjarnám að ári J ).

Jæja finnst ykkur haustið ekki mæta aðeins fyrr eftir að skólarnir byrja í ágúst í staðinn fyrir september? Mér finnst það einhvern veginn. En haustið er ágætt finnst mér. Fallegt og ljúft oftast nær.

Leiter.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home