dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Í dag á ég afmæli

Í dag á ég afmæli.
(Kveðjur verða mótteknar í kommentahólfi :-)

Mér líður mjög vel, takk fyrir.

Dagurinn er yndislegur.

Svo ekki sé meira sagt. Sólin vakti mig í morgun og segist munu bíða mín í allan dag. Þangað til ég kemst út. Eins og í gær. Þá leiddi hún mig og Vk, BB og MLM í Klaufina. Þar slepptum við 3 pysjum sem reyndar fór frekar illa fyrir því að skúmurinn lónaði fyrir utan og ég sá ekki betur en að sætu lundapysjurnar yrðu að veislumat fljótlega eftir að þær fengu að bragða á frelsinu.

Er það ekki líka algengt í samfélagi okkar mannanna?

Um leið og maður telur sig hafa faðmað frelsið verður maður að veislu fyrir veiðibjöllur.

Stundum er það þannig.

Sorglegast finnst mér þegar fólk skilur eftir slæm sambönd og fyrr en varir er það komið í samband sem er jafnvel öllu verra.

En hvað um það? Ég á afmæli í dag og líður eins og litaspjaldi, eða þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home