dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, september 01, 2004

Vá hvað ég var syfjuð í gærkvöldi. Sofnaði yfir einhverri framhaldsmynd á ríkinu. Svei attan. Sá svo að ég hafði ekki einu sinni rumskað við símann. Sá það bara í morgun að Sóley hafði verið að hringja frá Ameríku. Sorrý Sóley mín. Ég verð bara að tala við þig síðar! Ef ég verð ekki sofnuð þá!

LOKSINS...Loksins hrósaði sonur minn mér fyrir eldamennsku mína. Honum finnst reyndar oftst nær óttalegt eiturbras á mér. Vill frekar fá eitthvað gott hjá ömmu sinni. Nema hvað. Í gær bjó ég til Yoga mat. Eða þannig. Uppskriftin er úr bók um Yoga-fæðu. Hreina og holla :- ) Jæja, aðal uppistaðan var Buttenut-grasker ásamt glás af grænmeti + karrý og kókosmjólk. Þið ættuð bara að vita hvað þetta var gott. Meira að segja sonur minn hrósaði þessu og tók það fram að graskerið væri mjög gott og spurði svo hvort að þetta væri hrekkjavökumatur. Haha. Jú ég var alveg á því. Í eftirrétt var svo tofu-gráfíkjuterta. Algert jömmí. Engin egg, ekkert smjör og bara ekkert óhollt nema kannski eitthvað eitt pínulítið.

En jæja þér er sennilega alveg sama um það hvað við borðum. En málið er eiginlega þannig að það er ekkert svo oft sem ég elda matinn. Okkur er svo oft boðið til mömmu að ég nenni þessu varla á milli. Þannig að þetta teljast fréttir í minni veröld.

Það er bara annars ekki baun að frétta hjá mér. Ekki byrjuð á skólanum eða neitt. Nema það hvað ég hugsa mikið um sumt sem ég ætla að gera í vettvangsnáminu. Telur það ekki??

Bless í bili. Ég nenni ekki að skrifa meira um ekki neitt.
Hafið það gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home