dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, október 29, 2004

Hrekkjavaka

Vá hvað maður er öflugur! Smá vesen með bloggerinn en vonandi virkar þetta.
Ég hélt hrekkjavökugleði í gærkvöldi. Gestir voru á aldrinum 6-8 ára og skemmtu sér konunglega. Húsið var hrikalega skreytt og ég og ML skárum út 4 grasker. Sem eru mega flott. Við fórum svo í gabb eða gott leiðangur. Vakti athygli og tókst mjög vel. Bara muna eftir vasaljósum og endurskini næst. Ég mæli með því að íslendingar taki Ameríkana og Breta sér til fyrirmyndar og haldi allraheilagramessuna hátíðlega. Ekkert betra að gera í skammdeginu. Mér finnst þetta svo brjálæðislega fyndið ef hlutirnir verða ekki of gróss. Algjört æði.
Jæja, aðal-hrekkjavöku-ráðunauturinn stóð sig svo sannarlega í stykkinu hvað varðar val á skreytingum og fylgihlutum. Þeir sem vilja sjá afraksturinn verða að gera sér ferð á H44 og líta á dýrðina. Glorious thrill of horror I must say! Anyways þá heppnaðist þetta frábærlega og ein 13 lítil skrímsli fór sátt og glöð heim til sín. Ætli það verði ekki bara á sama tíma að ári í þessum málum?

Það sem gladdi mig samt eiginlega mest var kommentið: rosalega er VK heppinn að eiga svona skemmtilega mömmu!!! TAKIÐ EFTIR ÞVÍ!! Þrátt fyrir að maður sé stundum á mörkunum að fá að halda krakkanum hreinlega maður á það til að vera svo ógeðslega leiðinlega strangur eins og sumir segja! Leyfir manni aldrei neitt. Eða eiginlega aldrei!

Sonur minn læddi út úr sér frábæru gullkorni nú um daginn. Ég var að flýta mér voða mikið í vinnu eftir hádegishlé. Hann átti að fara í afmæli síðar um daginn. Svo var eitthvað bras og ég var reyna að fá hann til að klæða sig. Nema það að hann er að teikna. Og ég meina sko að teikna á afmæliskortið. Ég fer aðeins að æsa mig því ég fékk engin viðbrögð við því sem ég bað hann um. Ekkert gerðist. þannig að ég kvaddi bara nokkuð pirruð. Þegar ég lokaði dyrunum leit hann á afa sinn og sagði sallarólegur: maður gæti bara haldið að hún hefði verið á uppeldisnámskeiði!!!
Við höfum reyndar verið að ræða soldið þá hugmynd mína að fara á slíkt námskeið en honum líst frekar illa á það því að hann heldur að þá verði ég svo ströng!!


Annars er allt í grilli hjá mér í sambandi við vettvangsnám. Það fór auðvitað úr skorðum vegna verkfalls grunnskólakennara en það er enn smá von um að mér takist að ljúka meiri hlutanum fyrir áramót. Vonandi sko!

Ég hef valið mér þema í lokaverkefni mitt. Hef reyndar ekki enn afmarkað mig endanlega en yfirskriftin verður leiklist sem kennsluaðferð eða leiklist í skólastarfi. Svo mun ég finna nákvæmari flöt á efninu síðar eða fljótlega.

Mig langar til útlanda eins og svo oft áður.
Hvað ætlar þú að gera í því?
Það kemur!

Jæja ég er farin í bili. Kem inn síðar vonandi. Þetta er of langur tími. Best að ég eldi eitthvað af graskerjum um helgina.

2 Comments:

Blogger Ásgerður said...

Bara að athuga hvort að þetta virki!

3:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að heyra hvernig allt fór í kvöld! Sorrí að ég var bara ekki heima þegar þú hringdir! úbs......
Teitið mitt verður á morgun en ég held að ég nái ekki í hálfkvist við skreytingarnar hjá þér, bara nennti hreynlega ekki meir........hehehehe
Ég held að þú verðir bara að koma og sækja mig til útlanda. Hvernig væri það? Varstu ekki að segja að þú værir búin um 7. des. Þú kemur bara hingað og við förum svo heim saman rétt fyrir jól!! Gvöð hvað það væri nú nett!
Jæja, heyrumst fljótlega,
Sóley

5:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home