dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, október 14, 2004

miðvikudagur-kerfið bilað í gær!

Ég var með saumaklúbb í gærkvöldi. Bara gaman! Ég er dálítið þreytt núna. Ætla svo að halda bekkjarpartý fyrir son minn á morgun. Æ litla skinnið mitt, hann er að fara yfir um af leiðindum í verkfallinu. Er samt búinn að vera duglegur að lesa og spila á flautuna. Hann á einmitt að spila á tónfundi í dag. Tónfundur er míní útgáfa af tónleikum. Hann mun flytja “ Ískólanum er skemmtilegt að vera”. Pínulítil kaldhæðni, ha?
Búið að vera að æfa sig heilan helling. Hann er svo heppinn að eiga afa sem er tónlistarkennari og gaukar gjarnan að honum ýmsum fróðleiksmolum. Heppinn strákur!

Reyndar er ég ekki alveg í besta forminu í dag. Veit ekki alveg hvers vegna. Líklega ónógur svefn og fráhvarfseinkenni eftir saumaklúbbs(ó)hófið í gærkv. Ég var eiginlega bara dauðþreytt þegar ég vaknaði og náði rigningin ekki einu sinni að hressa mig. Pirraði mig eiginlega bara. Úlpan, trefillinn og vettlingarnir allt gegnblautt og leiðinlegt. Svo áttaði ég mig á því að þegar ég var komin niðureftir að ég hefði alveg mátt strauja yfir buxurnar mínar áður en ég fór út. Alveg eins og harmonikka hreinlega. Ekki hægt að kenna mig við straujárn eins og suma, ha!! Það er langt frá því að vera allt slétt og fellt hjá mér. Því miður.

Svo er búið að fresta vettvangsnáminu mínu sem átti að hefjast þann 18.okt. Til a.m.k. 1.nóv. Og hvers konar stress verður það eiginlega þegar maður verður að skila öllum verkefnum og þreyta próf í des.??? Vá hvað jólin verða vel undibúin hjá mér í ár! Bíðið bara eftir jólaútópíudagdraumafærslunni sem ég lofa ykkur að mun birtast hér áður en langt verður liðið á desember og rykið farið að hrannast upp á heimilinu mínu! Vá hvað ég hlakka til!
Jæja ég er í hálfgerðri fýlu þannig að ég er farin í bili!

GB!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nei veistu að Lokesh kemur í des og þú veist hvað það verður allt að vera hreynt og fínt heima hjá þér! Tí híhí
Þú hefðir nú átt að sjá mig um daginn að reyna að finna buxur á mig í vinnuna. Nýju buxurnar sem ég keypti daginn áður voru gallaðar, buxurnar mínar sem ég er vön að fara í ónýtar......og svo á ég eldgamlar buxur sem voru nú bara ekki lengur mönnum bjóðandi að horfa á svo að ég varð bara að gjöra svo vel að finna mér nýtt átfitt á staðnum! Hnuss og svei!
Sóley

5:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home