dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, september 24, 2004

draumamaðurinn fundinn!!!

Æ nú er allt of lang síðan ég skrifaði hér inn.
Sorrý!
Ég fór á Edith Piaff og skemmti mér alveg konunglega. Á eftir fórum við á Tapas barinn sem var bara æði.
Ég lá í flensu í vikunni og hef því ekki verið mjög virk í því sem ég vil vera virk í.
En það er allt að koma.
Ég ætla að halda upp á afmæli sonar míns á morgun. Gaman gaman.
Allt á fullu við undirbúning í kvöld.

Any ways. Ég vissi að draumurinn væri fyrir einhverju. Það er nefnilega þannig að draumamaðurinn er fundinn. Eða svo er sagt. Þannig er að ég hef eignast kærasta!! : ) sem er bara mjög sætur en það fer samt voða lítið fyrir honum. Hálfgerður Já-ari bara. En segir margt fallegt og er mjög stillltur alla vega ennþá. Ég fékk hann sendan frá Ameríku. Það er kannski ástæðan fyrir því hvað hann er óframfærinn. Þessir kanar eru svo skrítnir. Lagast kannski. Ég vona bara að hann verði duglegur við að laga til og svona þegar fram líða stundir. Ég er svo óánægð með það hvað hann gerir lítið í þeim efnum. Var að vonast til að hann yrði til gagns á heimilinu.
En ég læt ykkur svo vita hvernig hann stendur sig í stykkinu og svona.
Hann verður til sýnis fyrir forvitna en bara eftir pöntunum! Hann fer frekar lítið út sjálfur, hann er svo feiminn.



Ég er annars voðalega vel stemmd.

Ég tók fram klarinettið mitt um síðustu helgi og æfði mig dágóða stund. Þetta eru merkisfréttir þar sem ég hef ekki snert það síðan haustið 1990. 14 ár takk fyrir það.
En stefnan er að fara aftur í lúðrasveitina þegar náminu er lokið. Það verður ótrúlega fyndið líklega. Að rifja upp gamla unglingatíma. Þetta er að miklu leyti sama liðið og var þá. Bara 14 árum eldri.

En það er best að æfa sig eitthvað í vetur til að geta komið þangað aftur næsta vetur. Maður er nú farinn að ryðga pínulítið sko.

Bið að heilsa í bili!



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home