dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, september 07, 2004

Karíus og Baktus o.fl.

Ég fór í leikhúsið í fyrradag. Að sjá Karíus og Baktus. Ég fór með son minn og Þórhall frænda okkar. Það var alveg meiriháttar gaman. Það sem mér fannst mesta snilldin var að þegar ég borgaði miðana fékk ég eina góða tannkremstúpu á mann. Frábært. Samt kostaði bara 500 kall inn. Lekritið var ágætt. Samt fór smávegis í taugarnar á mér þessar skræku raddir. Þeir eru nú strákar. En stelpurnar skiluðu þessu vel og strákarnir skemmtu sér konunglega. Leikararnir fengu vel útilátið klapp að launum fyrir sýninguna.

Mig langar til að föndra. Mála á glugga eins og á leikskólanum! Kannski geri ég það. Set svona handastimpla í gluggarúðurnar.
Við sjáum til!

Ég fór líka í berjamó með syni mínum á sunnudaginn. Það var sko góð ferð. Tíndum fullt af berjum og gengum Steinstaðahringinn. Eða réttara sagt hann hjólaði og ég labbaði. Í stóru brekkunni var það ég sem ýtti á eftir honum og hljóp með upp brekkuna. Hrikalega erfitt. Það kostaði tár og svita að koma barninu og hjólinu upp þessa brekku en þegar upp var komið var ég allt í einu orðin ein á báti. Hann var langt á undan mér heim. Og fílaði sig ekkert smá vel á hjólinu. En það sem mér finnst best við þessa ferð er að hún í fyrsta lagi gaf okkur góða stund saman og svo sá hann að þegar hann var búinn að púla upp brekkuna fékk hann verðlaunin sem var að hjóla hratt niður hinum meginn. Eða svoleiðis. Hann fór nefnilega að grenja þegar hann sá hina brekkuna hjá Steinstöðum. Eins og hin væri ekki nóg??? En við fengum okkur vatn á brúsapallinum hjá Adda frænda og þá lagaðist nú skapið hjá sumum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home