dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, október 11, 2004

Svífandi í tómarúmi náms...

Jæja komin aftur! Dagarnir líða áfram í tómarúmi námsbóka og skiladaga. Allt flýtur áfram og virðist óáþreifanlegt þangað til maður lendir harkalega á jörðinni orðinn allt of seinn að skila af sér verkefni! : - )
Inn á milli snertir maður aðeins jörðina og reynir að snerta líf sitt. En það er aldrei langt í að maður fari aftur á flug í tómarúminu.

Síðasta fimmtudag fór ég í dagsferð til borgarinnar. Í verklegan tíma í listum. Það var bara snilld. Mjög skemmtilegur og innblásinn tími. Rúsínan í pylsuendanum var svo ferð á Þjóðminjasafnið. Ég er búin að vera svo innblásin síðan ég kom heim að listaverkin liggja eftir mig í hrönnum :- )
Eða þannig!

Ég prófaði að eiga fjögur börn á laugardagskvöldið. Það yngsta 8 mánaða. Oh, hvað það var gaman...þangað til barnið áttaði sig á því að ég var ekki mamma þess! Æ greyið, hvað hún grét mikið í svona hálftíma. Að öðru leyti var hún algjör engill. Leyfði mér að skipta um kúkableyju á sér og allt!
En mikið var ég þreytt þegar ég kom heim! Vá, ég dáist að fólki sem á svona mörg börn! En þau eru bara yndisleg samt.

Jæja vildi bara láta vita af mér!

Kem sterk inn síðar!

GB!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home