dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, desember 28, 2004

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Ég vona að þið hafið öll átt gleðileg jól. Mín voru þvílíkt lovely. Hafði Þorláksmessumöndluna og allir sáttir með hana. Vantaði að vísu nokkra gesti sem ekki komust en það var bara fínt þó.
Við fengum auðvitað margt og mikið í jólagjöf. Við VK höfum haft þann háttinn á undanfarin ár að við opnum einungis helminginn af gjöfunum á aðfangadagskvöld. Hinn helminginn opnum við á jóladagsmorgun. Á náttfötunum í kósý. Ég tók líka upp þann sið núna og hugsa að hann fái að vera, að opna jólakortin líka á jóladagsmorgun. Í kósýinu. Reyndar sé ég að jólakortabókhaldið var ekki alveg nógu nákvæmt í þetta sinn. En ég bið þá sem ekki fenguð kort frá mér að örvænta ekki. Ég er ekki búin að gleyma ykkur. Reyndar fóru kortin ekkert frá mér fyrr en á Þorláksmessu þannig að þau bárust likleg ekki nærri öll á réttum tíma. Og gjafirnar austur á Höfn náðu engan veginn fyrir jól. Því miður. En hver segir að maður verði að fá allar gjafirnar á sama tíma? Ég er einmitt svo sátt við að dreifa þessu aðeins. Börnin verða alveg óð af þessu öllu.



Nú er vetrarveður í eyjum og einmitt von á Lokesh hennar Sóleyjar í dag. Spennandi að vita hvernig honum líst á okkur hér á norðurhjaranum.

Jæja ég er hætt í bili.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home