dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Mozart á afmæli á morgun!

Vá hvað maður er búinn að vera boring undanfarna 3 daga. Ég trúi þessu ekki. Held að þetta hljóti að vera LEIÐINLEGUSTU dagar ársins. Þeir eru reyndar frekar fáir enn sem komið er þannig að ekki byrjar þetta vel. Ég held að það sé eitthvað tómarúm í sálinni manns á þessum tíma. Eðlilega segja margir. Ég hélt fyrir viku síðan að janúar yrði svipaður og desember. Sem hefði verið fínt. Ég fæ orku af því að hafa mikið að gera. En dett alveg niður í tómarúmið þegar ég hef ekki neina pressu og þá hætti ég bara hreinlega að nenna nokkrum sköpuðum hlut. Þannig að það er gott að búa til pressu. Ég er samt búin að fara til Reykjavíkur í skólann (missti af þrettándanum með syninum : ( , en eyddi smátíma með Sóley og Lokesh áður en þau kvöddu landið. Svo hitti ég Siggu frænku og við fórum í bæjarferð, út að borða á Austur-Indíafélagið og í bíó á ALfie. Svo fór ég á Vínartónleika Sinfó líka. Ég er búin fara á kaffihús einu sinni eftir að ég kom heim og það var fínt. Það var svona ferð með vinnufélögum og samstarfsfólki út í bæ. Það var frábærlega gaman að hittast loksins. Þegar maður talar saman í síma oft á dag er alveg ástæða til að hittast endrum og eins. Ég man alla vega ekki hvort að ég hef átt eitthvað meira sosíallíf síðan ég kom heim. Það hefur þá verið frekar boring.

Í kvöld ætla ég hins vegar að vera með matarboð fyrir Margréti Lilju og Baldvin Búa. Ítalskt og humar. Hvernig hljómar það? Eiginlega eins og ítalskt sumar. Oh hvað ég vildi!!!...Vonandi heppnast þetta vel hjá mér. Oh, ég þarf samt að moka út heima hjá mér áður. Er alveg í hnerrikasti vegna óhemju rykmagns á heimilinu. Oj barasta, fuss og svei. Þess vegna er ágætt ráð að bjóða fólki heim í mat. Þá mokar maður stundum.

Ég nenni ekki að læra og ég nenni ekki neinu öðru eiginlega. Langar bara voðalega mikið að sofa mikið og vera heima í nokkra daga. En það er víst ekki þannig. Af hverju eru ekki janúar og febrúar frí eins og sumarfrí????? Segið mér það!!!

Nú er ungi pilturinn á heimilinu farinn að læra á píanó. Eftir mikla bið og spennu. Byrjar alla vega vel. Nú er eitt aðaláhugamálið hans Mozart. Hinn eini og sanni. Sá á afmæli (eða þannig) á morgun. Fæddist þann 27.janúar 1756. Drengurinn ætlar að halda upp á daginn með afa sínum og vini sínum. Þeir ætla að horfa á Amadeus og borða sacher tertu.


Svo er allt á grilljón við ættarmótsundirbúning. Endilega skoðið heimasíðu ættarinnar hér.



Jæja allt í gúddí! Bless



2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þú einmitt vera svo orkumikil og hress þessa dagana og eins og allt sé á fullu hjá þér. Ég er hinsvegar vetrarmanneskja.. líður best á veturna og langbest þegar ég fer í vinnu í dimmu og kem heim úr vinnu í dimmu.... notalegt og kósý.
Matta

10:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oh ég er svo sammála.........bara ekkert að gera nema lesa bloggsíður, skoða HK og dreyma um sumar og fluttninga!!!!!! (hef samt ekkert heyrt ennþá :( )

4:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home