dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Vetrarhrím.

Ég verð nú að segja að Desember hafi verið frekar líflegur í sambandi við félagslíf. Ég vona bara að næstu mánuðir verði svipaðir. Þá þarf ég ekki að vera hrædd við kuldabola í sálinni. Það lítur alla vega út fyrir að næstu vikur verði skemmtilegar.

Nú er ég að spekúlera í sumarfríi. Langar í fjölskylduferð til Danmerkur. Rosalega frumlegt. Þrisvar á 5 árum. En hvað með það. Hef nú líka farið á meira framandi slóðir. Það er bara svo rosalega barnvænt að fara til Danmerkur. Svo gæti líka farið svo að ég gæti heimsótt fjölskylduna sem ég var hjá sem Au-pair. Eftir nokkur ár sem sendiherra í Kína og á Spáni skilst mér að herrann sé á heimleið. Alla vega eru þau komin til Kaupmannahafnar Guðrún og Vilhelm.


Veðrið er bara bjútí. Snjór yfir öllu, sólin skín í kuldanum og hugurinn fer á flug. Langar út með myndavél og reyna að fanga augnablikið.
En það er ekki í boði.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég ligg nú bara í þunglyndi yfir að vera ekki á Íslandi núna.........nenni ekki að vera til hérna í augnablikinu. Það þarf að fara að koma að þessum fluttningum bráðum, bara sem fyrst!
En það er sko búið að vera svo kalt hérna að maður fer bara ekki út nema í neyð.....um -20....brrrrrrrr, en í dag var komið yfir frostmark svo að það fer batnandi. Kannski verður febrúar ekkert lengi að líða þá er bara komið vor og þá er maður næstum því farinn héðan!
Sakna ykkar!!!
Sóley

6:04 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Við söknum þín líka. Vonandi bara að þú getir komið þegar þið flytjið. Nota tímann þú skilur. :-)

8:04 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home