páskar framundan
Ó my my, fékk mín ekki bara undarlega löngun til að blogga pínulítið!
Ótrúlega léleg framvinda undanfarið. Reyndar er ekki baun að frétta svo sem. Nema það að ég er að skrifa lokaverkefni sem ég er komin með í rxxxxxx. En það kemur um páskana vonandi.
Í kvöld ætla Margrét Lilja og Baldvin Búi að koma til okkar og mála egg. Frekar spennandi. Gerðum þetta síðast 2001 og strákarnir lifa á því ennþá. Þannig að nú á að endurtaka fjörið.
Um síðustu páska vorum við reyndar mjög skapandi. Þ.e. gerðum batik myndir. Svo að það má segja að páskarnir séu skapandi tími hjá okkur. : )
Mig langar til að semja ljóð. Eða sem betra er, mig langar til að einhver semji undurfagurt ljóð handa mér. Einn gamall vinur minn samdi einu sinni ljóð handa mér fyrir löngu síðan. Í staðinn fyrir blóm sagði hann. Á póstkorti kom þetta líka fallega ljóð. Það versta við þetta allt saman er að ég veit ekki nákvæmlega hvar ljóðið mitt er. En mig grunar að það sé hjá öðrum minningum unglingsáranna á loftinu hjá mömmu. Hlýtur að vera.
Jæja nóg af ljóðrænu. Nú eru páskarnir framundan og það er bara ljúft. Ég ætla að hafa það ótrúlega notalegt á milli þess sem ég sem lokaverkefnið mitt. Sem fjallar um leiklist sem kennsluaðferð. Oh, hvað það verður frábært þegar það verður komið nokkurn veginn í hús. Þá býð ég í cosmo partý.
Jæja ég get ekki drepið þá sem mögulega líta hér enn við að skyldurækni (eða einhverjum öðrum hvötum, ahaha), með sundurlausu bulli og dagdraumum úr loftkastalanum í höfðinu á mér.
Þannig að ég segi bara GLEÐILEGA PÁSKA!!!!
Ótrúlega léleg framvinda undanfarið. Reyndar er ekki baun að frétta svo sem. Nema það að ég er að skrifa lokaverkefni sem ég er komin með í rxxxxxx. En það kemur um páskana vonandi.
Í kvöld ætla Margrét Lilja og Baldvin Búi að koma til okkar og mála egg. Frekar spennandi. Gerðum þetta síðast 2001 og strákarnir lifa á því ennþá. Þannig að nú á að endurtaka fjörið.
Um síðustu páska vorum við reyndar mjög skapandi. Þ.e. gerðum batik myndir. Svo að það má segja að páskarnir séu skapandi tími hjá okkur. : )
Mig langar til að semja ljóð. Eða sem betra er, mig langar til að einhver semji undurfagurt ljóð handa mér. Einn gamall vinur minn samdi einu sinni ljóð handa mér fyrir löngu síðan. Í staðinn fyrir blóm sagði hann. Á póstkorti kom þetta líka fallega ljóð. Það versta við þetta allt saman er að ég veit ekki nákvæmlega hvar ljóðið mitt er. En mig grunar að það sé hjá öðrum minningum unglingsáranna á loftinu hjá mömmu. Hlýtur að vera.
Jæja nóg af ljóðrænu. Nú eru páskarnir framundan og það er bara ljúft. Ég ætla að hafa það ótrúlega notalegt á milli þess sem ég sem lokaverkefnið mitt. Sem fjallar um leiklist sem kennsluaðferð. Oh, hvað það verður frábært þegar það verður komið nokkurn veginn í hús. Þá býð ég í cosmo partý.
Jæja ég get ekki drepið þá sem mögulega líta hér enn við að skyldurækni (eða einhverjum öðrum hvötum, ahaha), með sundurlausu bulli og dagdraumum úr loftkastalanum í höfðinu á mér.
Þannig að ég segi bara GLEÐILEGA PÁSKA!!!!
2 Comments:
Ég kíki nú reglulega hingað inn og þú ert bara alltof löt að blogga sem er synd því þú ert meiriháttar penni.
Matta
Jahérna hér þú ert alltaf svo mikill föndrari að ég öfunda þig :) En ég gæti nú alveg samið ljóð handa þér vina mín en þarf bara aðeins meiri tíma en akkurat núna. Gefðu þig nú í bloggið því ég sakna þess að lesa hugleiðingar þínar :) Kv Stefanía
Skrifa ummæli
<< Home