dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, september 14, 2005

Dagbók...

Jæja þá er búið að fara með útlendinginn á ball í Höllinni. Mikið rosalega var helgin vel heppnuð. Við erum náttúrulega búin að fara svo seint að sofa undanfarið að við vorum bæði orðin úrvinda. En maður hristi það nú bara af sér. Ég byrjaði laugardaginn á því að hitta hina ofurhressu hlaupagarpa. Þetta er hlaupa og skokk klúbbur sem nokkrir einstaklingar hér í bæ hafa komið á laggirnar. Ég er nú reyndar engin hlaupari en finnst mjög gaman að ganga þannig að ég fór bara í það. Óla Heiða rifjaði nú upp fyrir manni leikfimistímana í gamla daga. : ) Þetta var rosalega vel heppnað fannst mér. Óla Heiða kom með nokkrar leiðir sem búið var að mæla upp og völdum við næststyttstu leiðina en það var nú bara vegna þess að ég ætlaði að fara að sækja Jóhönnu og vinkonu hennar Shirley upp á flugvöll. En það var nú ekkert flug fyrr en seinna þannig að ég hefði getað farið lengri leið. En það verður bara næst. Endilega ef ykkur langar að hreyfa ykkur með skemmtilegu fólki einu sinni í viku að mæta bara og koma með. Ég er alveg búin að fatta það að ég fer bara ekki ef þetta er ekki í stundaskránni. Ég er reyndar alltaf á leiðinni en það er svo erfitt að fara einn. Eða fyrir mig alla vega. En hvað um það, eftir yndislega göngu í slagviðri og fjöri sótti ég svo Jóhönnu og Shirley sem voru komnar yfir frá Bakka. Við skelltum okkur á Café Maria að borða og svo í skoðunarferð um eyjuna. Það er ekkert smá gaman að sjá sínar heimaslóðir með augum gestanna. Svo fórum við í mat til mín. Ég hafði eldað gigantískan skammt af cous cous og hitaði svo naanbrauð og spínat- og kjúklingabaunabuff. Allt eldað í örbylgjuofni en mjög gott með smá rauðvíni. Eftir matinn fórum við í teiti hjá Stefaníu og Jóni Högna. Jón Högni var númer kvöldsins. Bæði Aaron og Shirley voru alsæl með móttökurnar hjá honum. Stefanía var eitthvað feimnari að tala ensku en ég held að öllum hafi komið vel saman. Svo var farið á ballið og þá kom þetta gullkorn af vörum míns góða vinar: Why is everyone here dressed up in costumes! Og svo skömmu síðar: “wow, this is great, just like a giant neighbourhood party” . Þannig að minn var alsæll með herlegheitin. Þurfti svo líka að taka nokkrar myndir og svona. En hvað um það við vorum komin í rúmið um sex-sjö leitið þannig að sunnudagurinn var nett erfiður. Ég gat ekki sofið mikið en var ekki heldur í stuði til að gera neitt af viti. Við fórum svo í Skýlið í smá þynnkubrunch. Sá græni fékk sér meira að segja Skýlisborgara! Mér finnst það ótrúlega sniðugt. Svo fannst honum staðsetningin alveg meiriháttar: This is probably the worlds most dramatic location for a diner!

Við enduðum á að heimsækja Margréti Lilju! Helgin var sem sagt í einu orði sagt frábær!

Á mánudaginn fórum við að skoða 30 m/sek á Skansinum. Það var mjög skemmtilegt nema að hárið á mér, andlitið og munnurinn fylltust af sandi. Maður smjattaði ósjálfrátt á söltum sjónum og húðin í andlitinu fékk alveg sérstaka sjávar-therapíu. Ég var ekki alveg í formi þennan dag en það slapp allt. Munaði litlu að ég gerði mig að fífli með einhverju grömpí attitúdi en það slapp fyrir horn samt!

Í gærkv. fórum við út að borða á Café María again. Bara tvö! Ógeðslega rómó! Og hvað haldið þið svo? Að skoða Norðuljósin auðvitað. Fórum upp í Hrafnakletta og hann tók myndir á tíma og alles. Mjög spennandi fyrir hann og mig líka því að það er mjög langt síðan ég hef farið svona út að kvöldi til að skoða Norðurljósin. Finnst ég verða að hafa einhvern að tala við! Það var bara svolítið kalt þannig að næst verður maður að taka með sér eitthvað heitt að drekka! ;-)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svo hittumst við bara ekkert á þessu balli.. jahérnahér, eins gott kannski :o/ ...allavega ágætt að ég hafi farið snemma heim.
Ég er ekki hissa á að hann hafi orðið hissa á þessu öllu saman.. greinilega mikil upplifun fyrir hann að koma hingað.
Förum svo að hittast, hitti Herdísi og hún ætlar að skella í klúbb í næstu viku ;o)
Líst svakalega vel á hlaupatímana, nauðsynlegt að hreyfa sig. Ég fer alltaf í hádeginu í ræktina og finn mikinn mun á mér.

12:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég hef nú aldrei verið fyrir það að tjá mig á ensku nema þegar ég er í útlöndum og helst enginn íslendingur að hlusta þá á mig hehehe
En Skýlið er ,,rómantíski veitingarstaðurinn við sjávarsíðuna,, svo mikið er víst
Þú ert pottþéttur leiðsögumaður Ása mín og allt sem þér dettur í hug að sýna ferðamanninum er alveg magnað og það að leggja á sig 30 metra á sek mudni ég halla mér uppí sófa með teppi híhíhí

10:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er þetta, ef ég hringi eftir 22.00 er ég þá að trufla eitthvað? Annaðhvort svefn eða spjall? ;)
Sóley

7:51 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Sóley, þú truflar mig aldrei elskan mín! Hringdu þegar þú vilt. :-)

8:11 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Stefanía, það jafnast ekkert á við 30 m/sek í við sjávarsíðuna í Vestmannaeyjum. Þetta var eins og spa-therapie; sandskrúbbað hár og húð, sjávarúðað andlit, rjóðar kinnar og bros á vör! Baðið mitt minnti mig svolítið á leikskólaár sonar míns en það var nú allt í lagi!

Matta: ertu með í hlaupaklúbbinn?

8:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei Ása, fíla ekki alveg þennan tíma á þessu en það má skoðast samt.

12:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home