Pipar og salt
Mín fór í Miðstöðina í gær að skoða flísar og tæki. Alltaf jafn gaman að koma þangað verð ég að segja. Þau eru alltaf boðin og búin að hjálpa manni. Frábær þjónusta í alla staði. Og ef það er eitthvað flottara til hjá þeirra umbjóðendum í Reykjavík þá má maður bara velja það sem maður vill og þau panta það fyrir mann. Komið daginn eftir. En alla vega þá er ég í mestu vandræðum með það hvort ég eigi að velja gráa tóna eða kremaða tóna. Það er fullt til af fallegum flísum. Reyndar kosta þær sem stúlkuna langar mest í vel á áttunda þúsundið á fermetrann! Kemur sér reyndar bara nokkuð vel að vera með lítið baðherbergi þegar velja skal flísar. En meira um það síðar.
Meira af góðri þjónustu. Þegar ég var búin í Miðstöðinni þá fór ég í Axel Ó með strákinn að velja innanhússæfingaskó handa honum. Þegar búið var að velja og ég ætlaði að borga þá mundi ég að ég átti inneignarnótu en var ekki með hana á mér. En heyrðu, ekki málið, nótunni var bara flett upp og tekin með í reikninginn og ég mátti henda mínu eintaki þegar ég kæmi heim! Þetta er nú það sem ég kann einna best að meta við það að búa í Vestmannaeyjum. Svona tel ég að myndi ekki gerast í stærri bæjum eða borgum.
Ég var með lovely pipar og salt kvöld á föstudagskvöldið síðasta. Bauð upp á æðislegan mat, þó ég segi sjálf frá. : ) Mega-kjúklingasalat með hvítvíni.
Ef þið viljið prófa þetta þá set ég uppskriftina hér: Athugið að magnið er miðað við að þetta sé aðalmáltíð fyrir 6-8 manns, það má alveg minnka þetta eða auka eftir smekk og breyta og bæta út í því sem manni þykir gott.
Salat:
1 poki salatblöð að eigin vali
½ poki rucolasalat
handfylli af spínatblöðum (má vera meira)
½ blaðlaukur, saxaður
4 tómatar skornir í tenginga
½ agúrka skorin að vild í strimla eða sneiðar
1 bakki fetaostur í kryddolíu
1 bónda brie skorinn í tenginga
1 piparostur skorinn í teninga
3 paprikur (gul, rauð, græn) brennd á grilli og svo er þetta svarta skafið af og fræin hreinsuð, skorið í ræmur.
1 bréf sparibeikon (mjög lítil fita), steikt á tissjú í örbylgjuofni eða eins og ykkur sýnist, skorið í litla bita
(ólífur ef vill)
(sólþurrkaðir tómatar ef vill)
Þetta hafði ég sér:
6-8 kjúklingabringur skornar í þunnar sneiðar, kryddlegnar í Caj Pind hvítlauksgrillolíu eða með bara kryddaðar með eðalkryddi, steiktar á pönnu. Það er best að hafa þær volgar út á salatið, ekki of heitar.
1 poki furuhnetur, ristaðar á pönnu
1 bréf hráskinka
baguette brauð
hvítlauksgrillsósa, pipargrillsósa, vinaigrette eða hvítlauksolía eða hvað sem maður vill hafa með.
Ískalt hvítvín er svo ómissandi með þessu og svo auðvitað góðra vina hópur!
Á laugardaginn fórum við mæðginin svo í berjamó og lautarferð. Vígðum töskuna frá Margréti Lilju sem er svo mikið krútt. Passar fyrir tvo í pikknikk. : ) Um kvöldið fórum við svo í pysjuleiðangur og fundum eina í Herjólfsdal.
Á sunnudagsmorgun vorum við svo öfga hress að við skelltum okkur í sund saman. Mikið var hann ánægður með mömmu sína drengurinn. : ) Það þarf nú ekki mikið til að gleðja þessi grey, ha!
En hvað er svo meira að frétta? Ég er að fara í borgina um helgina að ná í hann Aaron minn. Mikið verður gaman að hitta hann loksins aftur. Alltof langt síðan síðast. Ég er alveg á fullu að semja prógram! Eða svona þannig, ég ætla með hann austur á Höfn að heimsækja Fanney frænku. Það er svo fallegt að keyra þetta og svo tala ég nú ekki um umhverfið þarna austur frá. Fyrir náttúrubarnið verður þetta paradís á jörðu! Eða það vona ég alla vega. Ég hlakka rosalega til að sjá svipinn á honum þegar hann sér Jökullónið og svo bara útsýnið úr eldhúsinu hennar Fanneyjar. Hún er nefnilega praktiklí með Vatnajökul í garðinum hjá sér.
Svo á bara að hafa það kósí á eyjunni fögru. Verður örugglega skroppið í nokkra göngutúra og stjörnuskoðunarferðir. : ) Ég segi ykkur betur frá því síðar!
Jæja, ég er hætt í bili. Verð að fara að teikna baðherbergið mitt.
Meira af góðri þjónustu. Þegar ég var búin í Miðstöðinni þá fór ég í Axel Ó með strákinn að velja innanhússæfingaskó handa honum. Þegar búið var að velja og ég ætlaði að borga þá mundi ég að ég átti inneignarnótu en var ekki með hana á mér. En heyrðu, ekki málið, nótunni var bara flett upp og tekin með í reikninginn og ég mátti henda mínu eintaki þegar ég kæmi heim! Þetta er nú það sem ég kann einna best að meta við það að búa í Vestmannaeyjum. Svona tel ég að myndi ekki gerast í stærri bæjum eða borgum.
Ég var með lovely pipar og salt kvöld á föstudagskvöldið síðasta. Bauð upp á æðislegan mat, þó ég segi sjálf frá. : ) Mega-kjúklingasalat með hvítvíni.
Ef þið viljið prófa þetta þá set ég uppskriftina hér: Athugið að magnið er miðað við að þetta sé aðalmáltíð fyrir 6-8 manns, það má alveg minnka þetta eða auka eftir smekk og breyta og bæta út í því sem manni þykir gott.
Salat:
1 poki salatblöð að eigin vali
½ poki rucolasalat
handfylli af spínatblöðum (má vera meira)
½ blaðlaukur, saxaður
4 tómatar skornir í tenginga
½ agúrka skorin að vild í strimla eða sneiðar
1 bakki fetaostur í kryddolíu
1 bónda brie skorinn í tenginga
1 piparostur skorinn í teninga
3 paprikur (gul, rauð, græn) brennd á grilli og svo er þetta svarta skafið af og fræin hreinsuð, skorið í ræmur.
1 bréf sparibeikon (mjög lítil fita), steikt á tissjú í örbylgjuofni eða eins og ykkur sýnist, skorið í litla bita
(ólífur ef vill)
(sólþurrkaðir tómatar ef vill)
Þetta hafði ég sér:
6-8 kjúklingabringur skornar í þunnar sneiðar, kryddlegnar í Caj Pind hvítlauksgrillolíu eða með bara kryddaðar með eðalkryddi, steiktar á pönnu. Það er best að hafa þær volgar út á salatið, ekki of heitar.
1 poki furuhnetur, ristaðar á pönnu
1 bréf hráskinka
baguette brauð
hvítlauksgrillsósa, pipargrillsósa, vinaigrette eða hvítlauksolía eða hvað sem maður vill hafa með.
Ískalt hvítvín er svo ómissandi með þessu og svo auðvitað góðra vina hópur!
Á laugardaginn fórum við mæðginin svo í berjamó og lautarferð. Vígðum töskuna frá Margréti Lilju sem er svo mikið krútt. Passar fyrir tvo í pikknikk. : ) Um kvöldið fórum við svo í pysjuleiðangur og fundum eina í Herjólfsdal.
Á sunnudagsmorgun vorum við svo öfga hress að við skelltum okkur í sund saman. Mikið var hann ánægður með mömmu sína drengurinn. : ) Það þarf nú ekki mikið til að gleðja þessi grey, ha!
En hvað er svo meira að frétta? Ég er að fara í borgina um helgina að ná í hann Aaron minn. Mikið verður gaman að hitta hann loksins aftur. Alltof langt síðan síðast. Ég er alveg á fullu að semja prógram! Eða svona þannig, ég ætla með hann austur á Höfn að heimsækja Fanney frænku. Það er svo fallegt að keyra þetta og svo tala ég nú ekki um umhverfið þarna austur frá. Fyrir náttúrubarnið verður þetta paradís á jörðu! Eða það vona ég alla vega. Ég hlakka rosalega til að sjá svipinn á honum þegar hann sér Jökullónið og svo bara útsýnið úr eldhúsinu hennar Fanneyjar. Hún er nefnilega praktiklí með Vatnajökul í garðinum hjá sér.
Svo á bara að hafa það kósí á eyjunni fögru. Verður örugglega skroppið í nokkra göngutúra og stjörnuskoðunarferðir. : ) Ég segi ykkur betur frá því síðar!
Jæja, ég er hætt í bili. Verð að fara að teikna baðherbergið mitt.
4 Comments:
Váá... eru þetta demantaflísar eða hvað ...shit 8 þús fermetrinn. Mér fannst mínar flísar alveg nógu dýrar (4þús ferm. með afslætti hjá Agli Árna).
Annars líst mér betur á gráan tón, það sést svo lítið á honum.
Ég er enn að bíða eftir spínatlasagnauppskriftinni...eða er það eitthvað hernaðarleyndarmál ;o)
Góða skemmtun annars í ferðalaginu og förum svo að kýla á frænkó !
Vá hvað mín var fljót að kommenta :-) Gott að það er einhver að fylgjast með manni ;)
'EG vel kremlituðu flísarnar :) En uppskriftin er of flókin fyrir mig svo ég skora bara á þig að malla þetta handa mér híhíhí hvítvínið skal ég velja :)
En ég hefði nú toppað þessa þjónustu í Eyjum ef þú hefðir komið og skipt við mig ;)
Stefanía, ég býð þér í svona salat bráðum!
Matta: Lasagna uppskriftin er náttúrulega hernaðarleyndó þannig að ég býð þér í það fljótlega líka! Ókei?
Skrifa ummæli
<< Home