dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, september 19, 2005

Karlmenn og hraðahindranir...

Karlmenn og hraðahindranir? Hvað er það? Ég sé það að karlmenn og hraðahindranir á götum fara bara ekki saman! Það er eins og heilabúið nái því ekki að maður þurfi að minnka hraðann á bílnum þegar maður fer yfir hraðahindrun, annars skemmist eitthvað!

Hafið þið svipaða reynslu? Tell me...!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

HÆ ertu komin með hjásvæfu og hver er það? Bið að heilsa sköttunum Hó

12:18 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Vá, hvað það tók langan tíma fyrir mig að átta mig á því hver HÓ væri! Blessuð Halldóra mín! Hvað er að frétta af þér? Skötturnar biðja að heilsa.

3:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Móðir mín er farin að sjá illa og því er reynsla mín gagnstæð. Það liggur við að maður taki með sér hjálm þegar hún situr undir stýri.

9:09 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Hæ Keli minn! Sniðugt hugmynd að taka með sér hjálm í bílinn. Kannski er þetta einstaklingsbundið en ég virðist frekar lenda á karlmönnum sem eiga erfitt með þetta! Hélt að þetta væri kannski einhver regla.

9:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home