dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, september 16, 2005

Klukkuð

Matta frænka klukkaði mig en það þýðir að maður eigi að setja fram 5 tilgangslausar upplýsingar um sjálfan sig. Hér er það sem mér dettur í hug að enginn þurfi að vita um mig.
Ég ætla að klukka eftirtalda aðila: Stefaníu, Hildi Sæ, Adam, og svo ætla ég hér með að skora á Sóley að setja upp blogg og líka Brian.


1 þoli ekki opnar klósettsetur og blaut handklæði á gólfum baðherbergja
2 var einu sinni sjúklega hrædd við hrossafiðrildi en komst yfir það og finnst köngulær spennandi en um leið ógeðslegar.
3 get ekki sungið og alls ekki spilað á gítar þrátt fyrir margar tilraunir í þá áttina
4 er veik fyrir yngri mönnum með sítt hár
5 lenti einu sinni í því að fara út að ganga með tík fjölskylduvinkonu. Tíkin sem var af góðum ættum, var á lóðaríi og var mér tjáð að ég yrði að passa að hún færi ekki með einhverjum hundi því að þau voru búin eða ætluðu að láta einhvern hreinræktaðan á hana. Ég hélt nú að það yrði ekki mikið mál, hún yrði bara í bandi. Jæja við leggjum af stað og fyrr en varir er hún náttúrulega farin að sýna einhverjum kunningja áhuga en mér tókst að skikka hana af. Þegar við nálguðumst íþróttahúsið mætti skyndilega einn sá ljótasti rakki sem ég hef augum litið og nema hvað að mín fellur svona algerlega fyrir honum. Ég reyndi hvað ég gat að hafa hemil á tíkinni en allt kom fyrir ekki og ég missti takið á bandinu og var einnig svolítið hrædd við lætin í þeim. Þannig að ég mátti bara bíða á meðan þetta tæki enda eins vandræðalegt og það nú var. : ) jæja, við vorum stödd við íþróttahúsið og á sama augnabliki er æfing hjá meistaraflokki ÍBV og hver stöddinn kemur skokkandi á fætur öðrum framhjá mér og hundaævintýrinu. (skal tekið fram að ég var 18-19 ára þegar þetta átti sér stað og þ.a.l. mjög viðkvæm fyrir almenningsálitinu og sértaklega áliti myndarlegra íþróttamanna!) og þvílíka lúkkið sem maður fékk frá strákunum. Nema að einn þeirra sem kannast eitthvað við rakkann nemur staðar og spyr mig þessarar ógleymanlegu spurningar: Af hverju hleyptirðu honum eiginlega upp á hana??????... eins og ég hafi ráðið við þetta? Þegar þessu var svo öllu saman lokið fór ég heim með skömmustulega tík og ég varð ekkert hissa á því þar sem standardinn var greinilega ekki mjög hár! Þvílíkt rónalegur rakki maður... Daginn eftir hitti ég svo roskinn mann sem ég þekkti úr lúðrasveitinni. Hann býr þarna rétt hjá og var greinilega að fylgjast með herlegheitunum daginn áður því að hann segir við mig: mikið rosalega hafði ég gaman af því að fylgjast með þér þarna í gær!!!.... ég man enn hvað mér fannst þetta pínlegt atvik og roðna alveg inni í mér þegar ég hugsa um þetta!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

11:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú klikkar ekki... skotfljót að klukka.
Ég roðnaði bara sjálf að lesa þessa sögu...jeminn eini ekkert smá fyndið og neyðarlegt.

12:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehehhehe slefandi yfir yngri mönnum með sítt hár þú ert óborganleg
En pældu hvað tíkinni hefur liðið miklu betur eftir ljóta dráttinn híhíhí

12:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ó nei, ég ætla sko ekkert að byrja að blogga bara til þess að þú getir fyllt upp klukk kvótann!
Ég get nú alveg sagt þér þessi 5 atriði án bloggs,
here goes:

1. Er hugrakkari en maðurinn minn í sambandi við pöddur og hæðir
2. Er sjónvarspsjúklingur
3. Langar agalega í skóla en bara kem mér ekki í gang og veit að það mun ekki endast fram í útskrift, þoldi illa skólann þegar ég var í honum. En væri til í að prófa aftur, en gugna yfirleitt á því.
4. Sé yfileitt báðar hliðar á öllu
5. Þoli illa það óvænta (surprises)

2:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhhhhhhhh
6. ég er sauður,

Hættu að telja, þetter ég!

Sóley

2:38 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Ekkert blogg fyrir mig? Ókei, en takk fyrir að deila þessum atriðum með okkur!

8:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home