dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, september 15, 2005

Brjálað að gera...

Vá hvað það er mikið að gera á stóru heimili. : ) Sonur minn fékk vægt taugaáfall yfir því í dag hvað það væri stutt eftir af dvölinni hans Aarons hér á Íslandi. Það var nefnilega þannig að í síðustu viku var brjálað veður og þess vegna tók Aaron það að sér að skutla prinsinum í tónlistarskólann. Nema að sumir fengu þá flugu í höfuðið að þannig ætti þetta að vera og þess vegna fékk ég táraflóðið í símann þegar ég sagði honum að það væri ekki hægt núna (maðurinn vill kannski gera eitthvað annað en að vera einkabílstjóri fyrir mig og fjölskylduna mína!). Hann (VK) var nefnilega búinn að “hlakka svo rosalega mikið til að hitta hann” (tækifærissinni aldarinnar?)...svo var svo stutt eftir af tímanum hans hér og hann hélt að þetta yrði miklu lengra...o.s.frv. ó mæ god þvílíkur prins. En hann þurfti að redda sér í þetta sinn! : )

Annars er þetta allt í góðum gír svona þannig lagað. Ég eldaði Burritos handa okkur í gær og hafði hrísgrjónasalat með. Í hádeginu fórum við svo aftur í Skýlið og fengum okkur hressingu hjá Jóa.

Við ætlum að fara austur á Höfn í Hornafirði þarnæstu helgi. Ég hlakka rosalega til að sýna honum meira af landinu mínu. Hann á eftir að falla gjörsamlega fyrir suður og austurlandinu. Sérstaklega Jökullóninu og Vatnajökli sjálfum. Ég segi ykkur frá því þegar þar að kemur.

Ég verð að fara eitthvað með hann á flakk um eyjuna um helgina. Ég er með einhverjar hugmyndir og það kemur svo í ljós hvernig það gengur upp. Kannski fjöruferð, fjallaganga eða bara lautarferð í gamla hraunið. Við sjáum til. Allar góðar hugmyndir vel þegnar!

Bið að heilsa í bili!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég gleymi alltaf að spyrja, var fólk í einhverjum búningum á ballinu? Hvaðan kom kommentið um "costumes"?

9:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var víst ég......
Sóley :Þ

9:26 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Nei, það var enginn í grímubúningi á þessu balli heldur allir uppstrílaðir, þ.e. konurnar málaðar mjög mikið og allir í sínu fínasta pússi! Honum fannst þetta bara eitthvað sérstakt fyrst þegar hann kom inn á staðinn!

11:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home