dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

föstudagur, september 30, 2005

Allt er breytingum háð...

Jæja, smá breyting á áætlun. AWA ætlar að framlengja dvölinni um eina viku. Fer ekki fyrr en þann tíunda í staðinn fyrir þann þriðja. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Var farin að kvíða fyrir því þegar hann færi. En þetta þýðir að maður verður að sleppa sælkerakvöldi hjá Kiddu og Bedda á Seltjarnanesinu. Það hefði verið frábært reyndar en svona er þetta. Spáin er heldur ekki neitt svo svakalega góð. Núna stefnir sem sagt bara allt í að við skellum okkur á Lundaball í Höllinni. Og í Indverska veislu til Margoar í kvöld. Það verður örugglega frábært. Er bara að spekúlera í því hvort að maður ætti að tjalda perludressinu eða ekki. Æ ég sé til. Get alla vega ekki sofið á þeirri ákvörðun.

Annars er nú allt gott að frétta hérna. Veðrið sýnir allar sínar hliðar þessa dagana þannig að AWA er búinn að fá sýnishorn af flestum veðurafbrigðum nema blindhríðarbyl. En nálægt því þó :)

Jæja lifi heil.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf virðist ég hringja á réttum tíma :)
Gaman að því að þið skuluð hafa skemmt ykkur vel yfir mynbandinu. Lokesh sagði að það væri gaman að geta haft ofan af fyrir ykkur á einhvern veg ;)
Góða skemmtun á ballinu í kvöld!
Sóley

6:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home