Þrældómur og kómatóst...
Gott kvöld. Voðalega er maður búinn að vera krumpinn síðustu daga! Ég eyddi aðfaranótt laugardags á mjög skapandi hátt. Brjálað að gera hjá minni að fúga í flísarnar. Ég hefði ekki trúað því fyrirfram hvað þetta er mikil þrælavinna. En maður getur víst lært flest og hvers vegna ekki flísalagnir? Þetta er óskaplega skapandi. : )
Laugardagurinn var svo tekinn snemma með gönguferð sem varð styttri en áætlað var en samt fín. Það sem eftir lifði dagsins fór í smá kómatóst og þrif á umtöluðum fúgum.
Sunnudagurinn leið á svipaðan hátt nema að við bættist sundferð með syninum og vikuleg Blokkarheimsókn til afa og ömmu. Alltaf ljúft að koma þangað.
Á prógramminu er að fara á ball með Sálinni í Höllinni um helgina. Mikið verður það nú skemmtilegt. Vonandi sjá sem flestir af vinum mínum sér fært að mæta.
Ég er á fullu að setja inn myndir í albúmið mitt á netinu. Setjið inn komment ef þið viljið sjá og ég sendi ykkur krækjuna í tölvupósti.
Jæja ég er farin að setja the caulk in the corners of my bathroom (lesist: pútt ðe kokk in the korner) What a wonderful name of a produkt!! ?
Gamansaman...
Laugardagurinn var svo tekinn snemma með gönguferð sem varð styttri en áætlað var en samt fín. Það sem eftir lifði dagsins fór í smá kómatóst og þrif á umtöluðum fúgum.
Sunnudagurinn leið á svipaðan hátt nema að við bættist sundferð með syninum og vikuleg Blokkarheimsókn til afa og ömmu. Alltaf ljúft að koma þangað.
Á prógramminu er að fara á ball með Sálinni í Höllinni um helgina. Mikið verður það nú skemmtilegt. Vonandi sjá sem flestir af vinum mínum sér fært að mæta.
Ég er á fullu að setja inn myndir í albúmið mitt á netinu. Setjið inn komment ef þið viljið sjá og ég sendi ykkur krækjuna í tölvupósti.
Jæja ég er farin að setja the caulk in the corners of my bathroom (lesist: pútt ðe kokk in the korner) What a wonderful name of a produkt!! ?
Gamansaman...
7 Comments:
Ásgerður þúsundþjalasmiður :)
Æ leiðó að við hittumst ekki í svömmaranum og kannski bara förum við í þynnkusund á sunnudagsmorguninn því það reddar heilsunni ansi mikið að fara í sund eftir skrall, en þá er ekki tekin börn með heldur smá í laugina eða einsog ein sundferð yfir laugina og tölt til baka og í POTTANA ##afslöppun## allavegana spáum í þessu
Já segðu; Þúsundþjalasmiður! : ) Mér líst rosalega vel á það...
Í síðustu þynnku fór ég Steinstaðahringinn á hlaupum og leið þó nokkuð betur á eftir, þannig að það er spurning hvort maður geri eitthvað slíkt aftur; annað hvort sund eða ganga!
Annars held ég að svona þrælavinna eins og ég er búin að vera í undanfarið sé bara nokkuð styrkjandi. Maður er alla vega með harðsperrur á ólíklegustu stöðum, s.s. fingrum og handarbökum. :)
Ferlega fínar nýju myndirnar. Ofsalega flott myndin af Valla Kalla sem heitir angelo og er efst á bls. 6 - rosa flott. Hrikalega fyndin myndin af Fanney að reyna að kyssa Valla ;o)
Haltu áfram að vera svona dugleg að henda inn myndum, förum svo að hittast... allavega á ballinu.
....en hvernig er það tókstu engar myndir af Lottu á þjóðhátíðinni hehehehehe
Jú Matthildur ég tók mynd af henni Lottu frænku. Heldur þú að henni sé sama ef ég smelli mynd af henni þarna inn?
Takk fyrir að hrósa myndunum. Þetta kemur allt með kalda vatninu. Búið að vera draumur lengi að útbúa svona og nú hefur maður smá tíma í dekurverkefnin!
Sjáumst svo á ballinu!
Þú veist hvað hún Lotta frænka okkar er hræðilega athyglissjúk... hún yrði örugglega himinlifandi að fá mynd af sér á netið :D
Ég er að setja Lottu inn í albúmið. Heldur þú að hún fíli að ég setji hana á bloggið líka? Best ég geri það líka. Þú lætur mig vita ef hún vill ekki hafa hana þar!
Skrifa ummæli
<< Home