dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

miðvikudagur, október 12, 2005

Home alone

Jæja þá er Aaron minn farinn heim til sín. Og það er voðalega tómlegt í kotinu hjá mér. Skrítið hvað maður er eigingjarn. Núna vil ég bara hafa hann hérna hjá mér til að halda mér félagsskap. Það var mjög þægilegt að hafa einhvern til að tala við á kvöldin og í hádeginu. Svoleiðis að núna drepleiðist mér. En hef samt alveg nóg að gera við að klára smotteríið sem er eftir á baðinu. Ég skar til dæmis nokkrar flísar til að setja efst á vegginn. Kláraði það. Ógeðslega dugleg og stolt af sjálfri mér. Núna á ég bara eftir að skera gólflista og líma upp GULL mósaíkið sem ég keypti í borginni í gær. Og já þú last rétt, þær eru úr skíragulli! Enda ekkert annað sem passaði við þetta glæsilega baðherbergi. Svo þarf ég að fúga og tengja tækin...þá er þetta komið. ; )

Núna langar mig að fara að plana næsta ferðalag. Mig langar að skreppa út eftir áramót. Ekkert lengi neitt. Bara aðeins. En við sjáum til.

Ég keypti mér geisladiska í borginni. Nýja diskinn hennar Heru. Hann er æðislegur. Svo keypti ég Coldplay sem er nýjasta uppáhaldið mitt. Og The Corrs, sem ég veit ekkert um nema að diskurinn sem ég keypti er með írskum lögum. Yndislega falleg tónlist. Alveg eins og ég fíla svo vel. Mæli með honum.

Við Aaron áttum alveg yndislegar stundir í borginni áður en hann fór. Við fórum út að borða á Tapas barinn á sunnudagskvöldið og í te á Kofa Tómasar frænda og svo á Listasafnið á mánudagsmorguninn að skoða verk Errós. Svo brunuðum við í Bláa Lónið og slökuðum okkur niður. Svo var það bara Leifsstöð og nokkur kveðjutár. Rosalega dapurt eitthvað. Maður er svo viðkvæmur að maður var með kökk í hálsinum langt fram eftir kvöldi. En það er að lagast.

Framundan er svo slökunarhelgi með syni mínum. Ætla að taka það rólega með honum, leigja vídeó og hafa það huggó.

Og svo er það sálarball í Höllinni þann 22. held ég. Ætla ekki allir að mæta?

Jæja þá er þetta komið í bili. Ég ætla að fara að sofa :)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ greyið mitt.... Valli Kalli hjálpar þér nú í einmanaleikanum - hef ekki nokkrar áhyggjur af því. Annars langar mig að kíkja aðeins á þig og skoða herlegheitin sem þú ert búin að vera að föndra við þ.e.a.s. baðið.
...og jú auðvitað skellir maður sér á Sálarball annað væri guðlast. Verður gaman að djamma með þér í Höllinni... ef þú finnur mig ekki í fljótu þá er ég pottþétt fremst við sviðið að reyna að káfa á Gumma Jóns... hehehehehehe

9:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home