Bráðum...
Ég fæ bráðum nýtt baðherbergi. Meira að segja mjög fallegt baðherbergi og vel smíðað. Það er svo vel smíðað að þrátt fyrir að einhverjum vitleysingjum dytti í hug að gera sprengjuárás á okkar fögru eyju ætti það að duga sem sprengjuskýli. Og eins í jarðskjálfta. Gott að hafa það í huga. Munur að hafa svona fagurt og vel smíðað baðherbergi heima hjá sér. Sérstaklega þegar maður verður að skrapa kröfurnar úr yndislegu spa-baðkeri niður í ósköp venjulegan sturtubotn...: )
Myndirnar koma síðar...
Partýið verður líka haldið síðar...þrír inn í einu, einn í sturtu, einn á klósettið og einn við vaskinn. Komast ekki fleiri inn. Ja nema kannski tveir í sturtuna. Já, það er góð hugmynd. Sjáumst...
Myndirnar koma síðar...
Partýið verður líka haldið síðar...þrír inn í einu, einn í sturtu, einn á klósettið og einn við vaskinn. Komast ekki fleiri inn. Ja nema kannski tveir í sturtuna. Já, það er góð hugmynd. Sjáumst...
2 Comments:
Ég ætla pottþétt að hlaupa beint heim til þín og inn á klósett ef það byrjar að gjósa. Það væri sterkur leikur að eiga falinn poka þar inni með viskíflösku, kaffi, rjóma og púðursykri svona til öryggis ef við yrðum innlyksa mjög lengi.
Góð hugmynd Hildur. Ég kem því fyrir undir sturtubotninum! Spurning að kaupa einhverskonar NASA-rjóma og kaffi sem geymist í stofuhita um ókomin ár. ;-)
Skrifa ummæli
<< Home