dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, október 20, 2005

Mest lítið að frétta...

Æ, það er mest lítið að frétta hjá mér í augnablikinu. Baðherbergið er að koma til, komið klósett en ekki seta, blöndunartæki en ekkert vatn, hálf búin að kítta í horn og kverkar o.s.frv.Þetta kemur allt einhvern tímann vona ég. Gærdagurinn var ekkert rosalega prúdúktífur en ég fór samt á tónfund hjá syni mínum. Það var voðalega notalegt. Mér finnst alltaf gaman að sjá blessuð börnin spila á hljóðfærin sín og söngurinn er líka skemmtilegur.

Ég læt vita af mér síðar og við sjáumst í Höllinni! Eru ekki allir annars á leiðinni á ball með Sálinni? ...ég ætla nú bara að vona það! Langverst þykir mér að Sóley skuli ekki hafa skipulagt ferð á klakann í þessu tilefni! :-)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jú sjáumst á Sálinni .... og ég skal hitta þig í þetta skiptið ;o)

2:53 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Ekki spurning Matta. Hvort sem það verður þegar þú ferð upp á svið að káfa á Gumma og ég á Stebba, eða bara á barnum að kaupa okkur skot, þá skulum við alla vega skála aðeins saman. :-)

Ps. ég frétti að Lotta frænka væri að sálast yfir að vera föst í Bergen og komast ekki á Sálina.

3:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...hehehe... nei skotin fá sko algjöran frið núna - enga svoleiðis vitleysu.
....já hún er skemmtanasjúk hún Lotta.

4:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held bara svei mér þá að þegar ég fer næst á klakann kem ég í fermingarafmæli, á þjóðhátíð og upp um sálina, fer bara ekki aftur fyrr en sálin er búin að spila!!! Hef ekki séð þá síðan '97 þegar þeir voru á þjóðhátíðinni, og missti af þeim um 2 vikur síðast þegar ég var þarna um sumartímann!! Oj bara!
Skotinn, hér kem ég! nei úff........held að ég láti þau í friði eins og Matta, orðin allt of gömul fyrir svoleiðis rugl, leið sko ekki of vel síðast þegar ég fór í svoleiðis.....
Hilsen!
Sóley

10:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég væri sko alveg til í að fara á ball, en ég ætla ekki í þetta skiptið. Tjúttaðu bara fyrir mig en ég ætla ekki að taka út hausverkinn fyrir þig á sunnudaginn samt :)

11:45 f.h.  
Blogger Ásgerður said...

Oh Stefanía, ég sem var búin að treysta á þig í þessum efnum! Ætluðum við ekki í sund á sunnudaginn? Til að losna við höfuðverkinn?

12:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home