dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

mánudagur, október 24, 2005

Kvennafrí...

Eftir ball Sálarinnar síðastliðið laugardagskvöld er maður allur að skríða saman. Stebbi er bara sætur og var það alveg þess virði að sjá hann þó að maður fengi eins og fjóra bjóra yfir sig, stigi í glerbrot og polla, fengi þrjóska klósettpappírsræmu undir skóinn og næstum því glóðarauga eftir koss. Annað var bara fínt. Gaman að hitta Hildi Sæ, Aldísi og Stevo. Verst hvað Hildur var lengi að jafna sig eftir að hafa kastað frá sér virðulegum manni sem gerðist aðeins of ágengur! ;-) En nóg um það að sinni.

Í dag yfirgaf ég vinnustað minn nokkru fyrr en venjulega og hélt af stað í kröfu/samstöðugöngu með öðrum konum í tilefni þess að liðin eru 30 ár frá kvennafrídeginum. Frétti að ég hefði verið í þeirr göngu líka! Ekki skrítið kannski að maður hafi aldrei tollað með neinum? Eða nei annars það þýðir víst ekki að kenna því um hvað maður er glataður í sambúð. Sem ég er held ég ekki, hef bara ekki hitt þann eina rétta sem gerir það sem ég vil án þess að ég þurfi að láta vita í hvert sinn.

Annars er ekki baun að frétta. Ég er ekki alveg búin með baðið en það er allt á leiðinni. Minn persónulegi ráðgjafi vestanhafs, hefur miklar áhyggjur af framgangi mála (mætti halda að hann hefði skilið barnið sitt eftir hérna). Við erum ekki alveg sammála um stílfræðilegt atriði en ég held samt að ég bakki og leyfi honum að ráða þessu. Eitthvað með að blanda ekki saman of mörgum elementum. Útskýri þetta kannski síðar!

Sonur minn er í skýjunum eftir að hafa fengið sendingu frá bestu vinkonu okkar í Ameríku. Sendingin innihélt Svarthöfðabúning og geislasverð. : )

Við erum aðeins byrjuð að undirbúa Hrekkjavökuna. Settum beinagrind í eldhúsgluggann og múmíu í herbergisgluggann minn. Svo er ég búin að slá saman nokkrum krossum til að búa til "kirkjugarð" á blettinum. Endilega að skoða næsta mánudag! :-) Ef þið verðið ekki of hrædd, það er að segja!

Jæja ég er farin að sofa, sí jú

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Á að fara drepa mann úr hræðslu við það eitt að koma til þín hehhehe en já takk sömó fyrir ballið og ekki minntist þú á ,,MANNINN,, sem endilega vildi fá þig uppí dans...........
Allavegana hvernig væri bara að halda innflutningspartý á klóinu þínu þegar það lokst verður reddý ? Spurning að flagga í heila þá híhíhí

1:22 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Ó mæ god, maður sendi hann nú bara aftur til þeirrar sem kom öllu af stað. Mér leist hins vegar mun betur á þann sem þú reddaðir í staðinn!... wink, wink, nudge, nudge... ;-)

2:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég get rétt ímyndað mér að hann Valli Kalli hafi verið ánægður í nýja búningnum - verður hann bara ekki í honum á næstu Þjóðhátíð !!!
Annars er ég alltaf á leiðinni í smá heimsókn til þín og enn betra að fá að sjá Halloween skreytingar -ekki er maður nú vanur svoleiðis ;o)

7:36 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Hildur: Það tók nú aðeins meira en kortér að róa sig...Ég er viss um að þú ert enn brjáluð. Hvenær eigum við svo að skella okkur í DVD áhorf? Jeff Buckley og Coldplay?

Matta: jú segðu, hann er alsæll og gott ef hann skartar honum ekki á næstu Þjóðhátíð :-) (myndi alla vega fíla athyglina í tætlur!)

10:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þó að þessi ,,virðulegi,, maður sé uppí fólki á hverjum degi þá þarf hann kannski að taka sér pásu um helgar !!! ojjjj vorkenni Hillarý
Já Ása mín ekki gat ég reddað þessum dansi svo........ ;)

11:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home