Fyrsti vetrarsnjórinn...
Eins og aðrir eyjabúar vaknaði maður upp við fremur kaldan draum í morgun. Allt komið á kaf í snjó. En sem betur fer þá er maður svo samviskusamur að vera kominn með naglana undir bílinn og hafði rænu á að púsla honum inn í bílskúr í gærkvöldi (ég segi púsla því að mér dettur alltaf í hug IKEA auglýsingin þar sem gaurinn þurfti að raða draslinu inn í bílinn til að koma honum í skúrinn. Þetta er svo sem ekki alveg eins slæmt hjá mér en samt flýgur þessi ímynd alltaf í kollinn á mér þegar ég smokra kagganum framhjá sláttuvél, skóflum, dekkjum og fleira dóti. :)
En mér finnst alltaf nett skondið hvað við verðum alltaf hissa þegar fyrsti snjórinn fellur og líka við þurfum alltaf að vera að minnast á það hvað veðrið er slæmt í dag. En það er kannski vegna þess hvað við erum með fjölbreytt veðurfar og líka vegna þess að veðrið skiptir okkur hreinlega máli t.d. ef við ætlum að fara með Herjólfi eða flugi.
En nóg um það!
Mér finnst þetta bara kósi og hlakka til helgarinnar innandyra eða utan ef þannig liggur á manni.
Ein spurning, vitið þið hvar maður fær stöng fyrir sturtuhengi? Ekki neina venjulega plast eða plasthúðaða sturtustöng heldur á hún að vera krómhúðuð og festingarnar eiga að vera smá gamaldags. Ef þið munið eftir að hafa séð svoleiðis hér á landi og vitið hvar hún fæst þá þætti mér vænt um að þið mynduð setja fram komment um það. :-)
Bless í bili!
P.s. þolið þið auglýsinguna um "bestir strákarnir"? á stöð tvö? Þetta r er búið að fara verulega í taugarnar á okkur mæðginum!...;-(
En mér finnst alltaf nett skondið hvað við verðum alltaf hissa þegar fyrsti snjórinn fellur og líka við þurfum alltaf að vera að minnast á það hvað veðrið er slæmt í dag. En það er kannski vegna þess hvað við erum með fjölbreytt veðurfar og líka vegna þess að veðrið skiptir okkur hreinlega máli t.d. ef við ætlum að fara með Herjólfi eða flugi.
En nóg um það!
Mér finnst þetta bara kósi og hlakka til helgarinnar innandyra eða utan ef þannig liggur á manni.
Ein spurning, vitið þið hvar maður fær stöng fyrir sturtuhengi? Ekki neina venjulega plast eða plasthúðaða sturtustöng heldur á hún að vera krómhúðuð og festingarnar eiga að vera smá gamaldags. Ef þið munið eftir að hafa séð svoleiðis hér á landi og vitið hvar hún fæst þá þætti mér vænt um að þið mynduð setja fram komment um það. :-)
Bless í bili!
P.s. þolið þið auglýsinguna um "bestir strákarnir"? á stöð tvö? Þetta r er búið að fara verulega í taugarnar á okkur mæðginum!...;-(
4 Comments:
Ég ráðlegg þér að spurja Ingunni siss þar sem að hún er nú búin að spá og spekulera út í eitt allt í samnandi við frá A-Ö í innanstokksmunum :)
En nei ég get ekki tekið undir að auglýsingin fari í taugarnar á mér, heldur kannski frekar pirrandi ef maður setur sig í spor yngir krakka sem skilja ekki alveg afhverju maður hangir allsber límdur upp við bíl !! eða ertu ekki að tala um þá auglýsingu ?
Segðu.... með veðrið... allir voða hissa eitthvað og ekki talað um annað... jahérna hér.
Í sambandi við sturtuhengisstöngina þá finnst mér þetta alltaf flottast (er svo hrifin af svona einföldu sem næstum því sést ekki fyrir einfaldleika): http://www.ikea.is/ikea/vorur/vefnadarvara/gardinustangir/?ew_8_cat_id=3562&ew_8_p_id=22534175
Þetta er að vísu gardínustöng en hún notast líka á baðið. Bara vír sem er strekktur í vegg og svo er hengið hengt á ... snilld.
Jú Matta þetta er flott og einfalt en ég þarf víst hornstöng, 90*90cm þannig að það gengur ekki.
OK ég skil... þá hentar þessi auðvitað ekki....heyrðu tók eftir Bestir strákarnir í gær ... fáránlegt.
Skrifa ummæli
<< Home