dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Pipar...

Loksins er ég orðin eigandi risastórrar r....laga piparkvarnar af stærri tegundinni. :-) Ég er alsæl með nýju piparkvörnina mína og reikna fastlega með mikilli notkun í framtíðinni.

Piparkvöldið tókst í alla staði vel og býst ég við að uppbyggileg matargagnrýni birtist fljótlega á annál MissHillarý!

Ég braut hinn svokallaða "á Lundann einu sinni á ári" múr en um helgina voru einungis 9 mánuðir liðnir frá síðustu heimsókn minni þangað. Ég varð mjög ánægð með að uppgötva að sem betur fer lítur ekki út fyrir að ég hafi misst af nokkrum sköpuðum hlut. Hitti nú samt margt skemmtilegt fólk. Áður en Lundinn var fundinn var komið við á Kaffi Johnsen eða Þrastarlundi eins og einn sagði. Það var bara gaman og fékk ég ókeypis persónuleikagreiningu hjá ungum pilti. Niðurstaða þeirrar greiningar var vægast sagt áhugaverð! ;-) Væri munur ef fleiri væru svona næmir!

Ég fékk svo í annað sinn á ævinni heimfylgd kornungs pilts sjálfri mér til mikillar ánægju og yndisauka...!

Dagurinn í dag hefur einkennst af framkvæmdaleysi og andleysi af verri sortinni. :-( En sem betur fer er þessi dagur brátt að kveldi kominn þannig að maður getur fljótlega farið að sofa og hlakkað til þess sem morgundagurinn ber í skauti sér!

Bless í bili!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

8:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

1:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok, hvaða bull er þetta hjá þessum vitleysingum sem pósta og kommenta hvað þetta er flott blogg og geta bara ekki lesið íslensku! Af einhverjum ástæðum fer þetta rosalega í taunarnar á mér!
En, hér er allt í gúddí, mikið rosalega er ég óheppin að búa hérna þegar þú ert með boð eftir boð og ég kemmst bara ekki.........ohhhhhhhhh, ég læt mig bara dreyma þá! Allaveganna þangað til næst ;)
Bið að heilsa!
Sóley

7:31 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Já Sóley þú ert stödd í kolrangri heimsálfu! Missir alltaf af boðunum heima hjá mér! Og mér finnst líka glatað að þú mætir aldrei. Ég sem er alltaf að bjóða þér! En ég lifi bara í voninni um að einn góðan eftirmiðdag bankir þú upp á og segir: jæja ég er mætt í partý!!!

2:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home