Sjálfala?
Sonur minn var að undirbúa sig fyrir próf fyrr í kvöld. Námsefnið fjallaði um íslensku húsdýrin þ.á.m. sauðfé. Meðal annars var fjallað um að fé gengi sjálfala á fjöllum. Ég spurði drenginn hvort hann áttaði sig á því hvað sjálfala merkti og ekki stóð á svarinu: já ég veit alveg hvað það er, það er svona eins og ég, ég er alveg sjálfala!... ???? Ekki alveg besta hrósið í eyru móðurinnar. Ég benti honum á að þetta orð væri notað yfir þann sem sæi um sig sjálfur og fyndi sér æti upp á eigin rammleik. Ungi maðurinn var enn á sömu skoðun; já, einmitt , það er það sem ég geri alltaf. :-?
4 Comments:
...hehehe djöfull var þetta gott hjá honum ;o)
Úff, ekki beint það sem maður vill fá frá börnum sínum :-)
Annars er blogg einmitt svo tilvalið til að varðveita svona gullmola. Reyni sjálfur alltaf að muna eftir að skrá gullmola dætra minn á annál.
já ég hef einmitt heirt talað um þetta með son þinn hehhehe djók
En ég hefði alveg viljað sjá svipinn á þér ofurmömmunni :)
Ég var sko búin að skrifa þessa heilu blaðsíðu fyrr í vikunni en hún virðist horfin :(
Svo að ég reyni að byrja upp á nýtt,
Ég las nú fyrst sjálfsala, svo að ég var mikið að pæla hvað kindur og sjálfsalar hefðu með hvort annað að gera :) sumir geta nú lesið svona rosalega vitlaust!
Segðu barninu bara næst þegar hann biður um mat að hann geti bara séð um sig sjálfur og ekkert múður, og ekkert að fara inn í skáp eða til ömmu heldur! Út skal hann fara að finna sér að eta!
Vorum að koma heim svo að ég hringi um helgina!
Sóley!!
Skrifa ummæli
<< Home