Málað til að gleyma??
Föstudagskvöldið fór í yndisstundir með málningarrúllu, pensil, límband, bakka og bjór í hönd (ekki allt á sama tíma samt!). Piparkornin sýndu sig nefnilega og sönnuðu í málningarvinnu og almennri hjálpsemi að mér skilst, um helgina. : )
Þrátt fyrir óveðursskýin í loftinu var laugardagurinn tekinn snemma og stefnan tekin á Hvíta húsið. Þar beið mín glæsimenni sem vildi ólmur kenna mér á stafrænu myndavélina mína sem ég er búin að eiga í tæplega þrjú ár. Þekking mín á notkunarmöguleikum þess eðalgrips einskorðaðist við kveikja/slökkva, súmma að og frá, smella af og skoða myndir sem teknar hafa verið. Mér til mikillar ánægju leiddi þessi ágæti ungi maður mig í allan sannleikann um að vélin mín var góð kaup og ætti ég nú að geta tekið myndir af ýmsu tagi. Talið bara við mig ef þið viljið prófa að vera módel! Reyndar hefur það verið draumur hjá mér lengi að taka þemamyndir af fólki. Ég hef ákveðin "þemu" í huga og nokkrar fyrirsætur sem kæmu til greina. Ég geri þetta kannski þegar ég fer í eða verð útskrifuð úr skólanum sem mig langar svo að skella mér í. Þetta er skemmtilega uppsett prógramm og á að nýtast flestum. Endilega kíkið á heimasíðuna ef ykkur langar að læra ljósmyndun. Það er líka hægt að skrá sig og fá fréttabréf með góðum ljósmynaráðum.
Jæja, eftir yndisstundirnar með allt í höndunum fékk mín svo mikla framkvæmdaorku að baðherbergið fékk að kenna á því! Eða þannig því að nú er þetta allt að koma LOKSINS!!!!
Annað er ekki að frétta í bili.
Þrátt fyrir óveðursskýin í loftinu var laugardagurinn tekinn snemma og stefnan tekin á Hvíta húsið. Þar beið mín glæsimenni sem vildi ólmur kenna mér á stafrænu myndavélina mína sem ég er búin að eiga í tæplega þrjú ár. Þekking mín á notkunarmöguleikum þess eðalgrips einskorðaðist við kveikja/slökkva, súmma að og frá, smella af og skoða myndir sem teknar hafa verið. Mér til mikillar ánægju leiddi þessi ágæti ungi maður mig í allan sannleikann um að vélin mín var góð kaup og ætti ég nú að geta tekið myndir af ýmsu tagi. Talið bara við mig ef þið viljið prófa að vera módel! Reyndar hefur það verið draumur hjá mér lengi að taka þemamyndir af fólki. Ég hef ákveðin "þemu" í huga og nokkrar fyrirsætur sem kæmu til greina. Ég geri þetta kannski þegar ég fer í eða verð útskrifuð úr skólanum sem mig langar svo að skella mér í. Þetta er skemmtilega uppsett prógramm og á að nýtast flestum. Endilega kíkið á heimasíðuna ef ykkur langar að læra ljósmyndun. Það er líka hægt að skrá sig og fá fréttabréf með góðum ljósmynaráðum.
Jæja, eftir yndisstundirnar með allt í höndunum fékk mín svo mikla framkvæmdaorku að baðherbergið fékk að kenna á því! Eða þannig því að nú er þetta allt að koma LOKSINS!!!!
Annað er ekki að frétta í bili.
5 Comments:
Jú miss Hillary! Ekki gleyma geisladiskasafninu!!!
Spurning að ég komi bara til þín og við græjum þetta! :-) Gæti alveg sloppið í jólakortin!!!
Langar einmitt svo að læra ljósmyndun - örugglega ferlega spennandi.
úff ég er svo fegin að geta kommentað núna eftir smá hjálp hehehe að ég hef ekkert til málanna að leggja því ekki vil ég vera nakið model hehehe
Eg skal vera model en tha verdur thu ad koma til min :-)
Annars er titillinn ahugaverdur og hefdi eg vilja heyra meira um hann. Held nefnilega ad eg se einn af theim sem myndi mala til ad gleyma, th.e.a.s. til ad thurrka ut fortidina og breyta um umhverfi. Fortidin er best geymd i fortidinni.
Keli: ekki málið, ég tek vélina með þegar ég kem í heimsókn!!:-)
Titillinn er áhugaverður þegar maður fer að velta honum fyrir sér. Og tilvísun þín til fortíðar og frálosun við hana er mjög skemmtileg. Satt er það! Aldrei að vita nema maður gerist heimspekilegur bráðum og láti ljós sitt skína með skírskotun til þessa!
Skrifa ummæli
<< Home