dægurflugur og loftkastalar

dramadrottningarinnar ævintýragjörnu

fimmtudagur, desember 15, 2005

Aðventan í hjarta mínu...

Hvernig gat ég verið í háskóla og að vinna fulla vinnu plús að ala upp barnið mitt? Þetta hlýtur bara að hafa verið draumur. Ég hélt nefnilega að þegar maður þyrfti ekki að hafa áhyggjur af prófum og skólaverkefnum myndi jólaundirbúningurinn verða eins og að drekka vatn. Allt yrði skreytt og skemmtilegt stundvíslega þann 1.desember. En svona er það að minnsta kosti ekki í ár. Ég er að vona að ég sé enn að hvíla mig eftir törnina síðan í vor (eða þannig sko). Skil bara ekki hvernig ég fór að því að missa hreinlega ekki af jólunum síðastliðin ár. En hvað um það, ég er bara með þetta allt í hjartanu. Ég er reyndar frekar óánægð með það hvernig jóladagarnir raðast á vikudagana í ár en við því er víst lítið að gera annað en að brosa út í bæði og njóta þess að vera í auka fríi á annan í jólum!!

Í kvöld ætla ég að fá jólastemmninguna algerlega í æð. Ég ætla á tónleika með Kór Landakirkju. Ég fór í fyrra og verð að segja það að maður fann friðinn í hjartanu. Og vonandi finnst hann aftur í kvöld. Ég ætla að bjóða syni mínum með. Mig langar svo mikið til að hann finni friðinn líka. Ég sé það núna að slík stund á aðventunni er sálarkonfekt. Og miklu mikilvægari en tandurhrein horn og hirslur heima hjá manni!!! Ég fékk reyndar ofnæmi fyrir svona “commercial” jólalögum fyrir nokkrum árum. Ég var nefnilega að vinna með einni sem tók sig til og útbjó hljóðsnældu með jólalögum nonstop. Og snældan gekk allan liðlangan daginn frá miðjum nóvember og fram yfir jól. Og við erum að tala um að stundum var vinnudagurinn um það bil 16 klukkustundir. Þessi upplifun rústaði algerlega þoli mínu gagnvart svona tónlist. Nú bið ég um klassíska tónlist, kirkjutónlist, miðaldatónlist eða jazz. Og þannig vil ég hafa þetta. Allt í rólegheitunum.

Ég braut í fyrsta sinn hina þrálátu “þorláksmessu-eð- aðfangadagsmorgun” regluna í fyrradag. Fór nefnilega með jólapakkann til Sóleyjar í póst. Þannig að það er pínuséns á að hún fái þetta fljótlega eftir jól. Jafnvel bara fyrir jólin, hver veit? : - )
En ég er ferleg að þessu leyti, játa það bara alveg og vona bara að mér sé fyrirgefið.... : -)
Maður þakkar nú bara fyrir þegar þetta fer frá manni fyrir páska!!



Velló velló I must go.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

VEI!! Fæ kannski báða pakkana á sama tíma, gaman gaman, vona að það verði bara ekki of mikil stemmning að ég falli bara ekki í yfirlið :)
Það er bara enginn jólafílingur á þessum bæ, næ bara ekki að rífa hann upp þetta árið. Tók reyndar upp littla tréið mitt um daginn, það var búið að vera í kassa í hátt í 3 ár.........hitt kemst ekki fyrir. En hitt og þetta er komið upp, en engin ljós, nenni því bara alls ekki, enginn tími á meðan tengdó er hérna, og svo allt of stuttur tími eftir að hún er farin. So, nenni því bara ekki, og hvað með það!!??
Heyrumst bráðum,
Sóley

7:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð bara að fara á þessa jólatónleika í kirkjunni næstu jól... held það sé pottþétt.

8:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð vertu það koma jól og það þó svo að ljólaljósin séu ekki akkurat uppum alla veggi og búið að betrekkja húsið með jólaskrauti svo mikið er víst :)

9:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home