2005
Stuttur annáll ársins 2005:
Árið byrjaði feiknavel þar sem Sóley mín var á landinu og mættu þau hjónakornin hún og Lokesh til mín stuttu eftir miðnætti ásamt fleira fólki. Var svo skundað á ball í Höllinni og tjúttað aðeins inn í nýja árið.
Síðasta skólaárið tók vel á móti mér með innilotu í KHÍ. Við Jóhanna vinkona fórum á Vínartónleika eins og árið áður. Það var bara gaman.
VK settist á píanóbekk þann 20. janúar og hefur náð stórgóðum árangri á þeim tíma sem liðinn er síðan þá.
Dregur svo ekki til tíðinda (finnst mér) fyrr en í Apríl að ég fór ásamt starfsfélögum mínum í kaupstað að halda árshátið. Ég notaði ferðina og leit við í fermingarveislu Árna bróður míns og endurnýjaði þar með kynni mín við föður minn. Það var alveg kominn tími til því ég hafði ekki hitt hann eða tvö yngstu hálfsystkini mín, síðan í fermingunnni hennar Elísu systur 1992. En svona er lífið og allt hefur sinn tíma. Þetta var líka mjög ábatasamt fyrir mig því að ég fékk kallinn til að lesa yfir lokaritgerðina mína og ekki var ég svikin af því.
Elísa systir eignaðist svo sitt annað barn 3. mai . Myndarlegan dreng og er mikil lukka með prinsinn í fjölskyldunni. Emilía Huld ekkert smá flott stóra systir. Drengurinn hefur nú fengið nafnið Ívan Elís.
Þann 11. júní útskrifaðist ég úr KHÍ eftir fjögurra vetra fjarnám. Ekki sá ég mér fært að vera viðstödd mína eigin útskrift heldur bauð nokkrum útvöldum ættingjum og vinum að koma heim til mín og samgleðjast mér. Það var bara ljúft. Þann 16. júni flugum við svo fjölskyldan, þ.e. ég og VK, mamma og amma og afi, til Danmerkur þar sem við dvöldum í dásemdarveðri í þrjár vikur. Ég hitti líka Guðrúnu Íslandi og son hennar Vilhelm Pétur. Ég passaði hann Vilhelm þegar ég var au-pair í Kaupmannahöfn hér á árum áður. Það var bara yndislegt að hitta þau því það höfðu óvart liðið 10 ár síðan síðast. En svona er þetta og allt hefur sinn tíma.
Þegar heim var komið í júlí tók við miklar göngur hjá okkur VK með Nancy (sem er tík (hundstík sko)) og Möggu Lilju og Baldvin Búa. Það var voðalega ljúft. Við fórum á hverjum degi í nokkra tíma fram að Þjóðhátíð og má segja að þetta hafi verið okkar aðalfélagslíf þær vikurnar. Sem er bara gott í góðu veðri.
Þjóðhátíðin var bara ljúf en ég fór í tjaldbúskap með Möttu frænku, Brynjari og Kórdrengjunum þeirra. Sá búskapur var sæll og flaggaði íslenskum fánaveifum á bandi í tjaldgaflinum. (Þær vöktu mikla lukku en var svo stolið á mánudagsmorgni og fóru ekki af þeim fleiri sögur) . Ég uppgötvaði líka á Þjóðhátíð, fjarskylda frænku; hana Lottu frá Noregi. Hún er alveg ágæt og hef ég frétt að hún ætli að koma aftur að ári með norska kærastann sinn. (Eins gott að hann komi með svo að hún fari ekki að leita á hann Brynjar hennar Möttu frænku aftur! Munaði litlu að úr yrðu stökustu vandræði milli þeirra frænkna)
Jæja, eftir Þjóðhátið var nú bara tekið létt á hlutunum, mætt á ættarmót hinnar frábæru Reynistaðarættar að Goðalandi undir Fljótshlíð. Maður var nú í smá stressi yfir þessu öllu þar sem undirbúningurinn var í höndum okkar Möttu frænku. (Lotta hefði nú alveg mátt stoppa lengur á landinu og mæta á ættarmótið. Það finnst mér að minnsta kosti) En svona er lífið og allt hefur sinn tíma, ekki satt, Lotta mín? Ættarmótið tókst í alla staði mjög vel og lifir maður á minningunum þangað til næst.
Þann 4. september kom svo minn kæri vinur Aaron Allred hingað til lands í fyrsta sinn. Hann dvaldi hjá okkur VK í 5 vikur við mjög gott yfirlæti (verð ég að segja: ).
Á sama tíma tók ég til við að endurnýja baðherbergið mitt sem var komið í hengla þegar á reyndi. En með góðri aðstoð og listrænum ráðleggingum mr. Allred´s þá stefnir það í að verða flottasta baðherbergi í margra kílómetra radíus. (En það er sitthvað eftir eins og sönnum Íslendingi sæmir, en það kemur á sínum tíma eins og allt annað)
Eftir að Aaron yfirgaf okkur í október tók sonur minn hin illræmdu samræmdu próf og svo fór maður að huga að Hrekkjavökuteiti fyrir strákinn. Því var skellt saman við afmælisveisluna hans sem hefði átt að haldast í ágúst (var ekki einhver að tala um að allt hefði sinn tíma?) þetta gekk svakalega vel og skemmti ég, ásamt Karítas frænku, 23 börnum með draugasögum, sælgætissníki og fleiru ógurlegu í nokkra klukkutíma.
Hrekkajvökugóssið fór svo niður í kassa og upp fór fremur lítill skammtur af jólaskrauti (óvenjulegt þar sem undanfarin ár hefur maður kvartað yfir tímaleysi fyrir jólin sökum prófanna en svo þegar það er yfirstaðið þá kemst maður varla yfir þessa hluti. Hvað er það eiginlega??)
Þann 1. desember fengum við svo þau tíðindi að stráknum hefði gengið það vel í samræmda stærðfræðiprófinu að skólastjórinn sá sérstaka ástæðu til að óska mér til hamingju með drenginn í 1. des-kaffi Kvenfélagsins Líknar (hann á ekki langt að sækja þetta strákurinn, hah?). Er þetta kannski of mikið móðurstolt? Nei það getur ekki verið! Hann verður nú að fá það sem hann á.
Við Þjóðhildur sáum svo til þess að bekkjarfélagar sona okkar og foreldrar þeirra kæmust í jólaskap. Við efndum til jólastundar þar sem var föndrað og dúllast með krökkunum. Þetta brölt varð svo til þess að við urðum algerlega sjúkar í að flétta (dönsk) jólahjörtu úr álkenndum pappír. Þetta varð hið grafalvarlegasta áhugamál og má sjá afraksturinn. Þetta eru sko engin venjulega hjörtu heldur í öllum mögulegum stærðum og mynstrum. Geri aðrir betur. J
Nú svo voru það bara jólin sem liðu heldur hratt hjá með kalkún á disknum mínum og konfekti í skál við jólaölið. Auður Eir er hálfnuð á náttborðinu mínu og hlakka ég til að klára. Mikið er hún Auður nú merkileg manneskja. Þið verðið eiginlega að lesa bókina um hana.
Nú eru bara tveir dagar eftir af árinu og vona ég að þeir verði ljúfir. Megi nýja árið koma fagnandi með viðeigandi heitum og svikum. (ég á nú eftir að fara aðeins ofan í saumana á þeim pakka. En það verður að hafa sinn tíma eins og annað! : -)
Lifið heil!
Árið byrjaði feiknavel þar sem Sóley mín var á landinu og mættu þau hjónakornin hún og Lokesh til mín stuttu eftir miðnætti ásamt fleira fólki. Var svo skundað á ball í Höllinni og tjúttað aðeins inn í nýja árið.
Síðasta skólaárið tók vel á móti mér með innilotu í KHÍ. Við Jóhanna vinkona fórum á Vínartónleika eins og árið áður. Það var bara gaman.
VK settist á píanóbekk þann 20. janúar og hefur náð stórgóðum árangri á þeim tíma sem liðinn er síðan þá.
Dregur svo ekki til tíðinda (finnst mér) fyrr en í Apríl að ég fór ásamt starfsfélögum mínum í kaupstað að halda árshátið. Ég notaði ferðina og leit við í fermingarveislu Árna bróður míns og endurnýjaði þar með kynni mín við föður minn. Það var alveg kominn tími til því ég hafði ekki hitt hann eða tvö yngstu hálfsystkini mín, síðan í fermingunnni hennar Elísu systur 1992. En svona er lífið og allt hefur sinn tíma. Þetta var líka mjög ábatasamt fyrir mig því að ég fékk kallinn til að lesa yfir lokaritgerðina mína og ekki var ég svikin af því.
Elísa systir eignaðist svo sitt annað barn 3. mai . Myndarlegan dreng og er mikil lukka með prinsinn í fjölskyldunni. Emilía Huld ekkert smá flott stóra systir. Drengurinn hefur nú fengið nafnið Ívan Elís.
Þann 11. júní útskrifaðist ég úr KHÍ eftir fjögurra vetra fjarnám. Ekki sá ég mér fært að vera viðstödd mína eigin útskrift heldur bauð nokkrum útvöldum ættingjum og vinum að koma heim til mín og samgleðjast mér. Það var bara ljúft. Þann 16. júni flugum við svo fjölskyldan, þ.e. ég og VK, mamma og amma og afi, til Danmerkur þar sem við dvöldum í dásemdarveðri í þrjár vikur. Ég hitti líka Guðrúnu Íslandi og son hennar Vilhelm Pétur. Ég passaði hann Vilhelm þegar ég var au-pair í Kaupmannahöfn hér á árum áður. Það var bara yndislegt að hitta þau því það höfðu óvart liðið 10 ár síðan síðast. En svona er þetta og allt hefur sinn tíma.
Þegar heim var komið í júlí tók við miklar göngur hjá okkur VK með Nancy (sem er tík (hundstík sko)) og Möggu Lilju og Baldvin Búa. Það var voðalega ljúft. Við fórum á hverjum degi í nokkra tíma fram að Þjóðhátíð og má segja að þetta hafi verið okkar aðalfélagslíf þær vikurnar. Sem er bara gott í góðu veðri.
Þjóðhátíðin var bara ljúf en ég fór í tjaldbúskap með Möttu frænku, Brynjari og Kórdrengjunum þeirra. Sá búskapur var sæll og flaggaði íslenskum fánaveifum á bandi í tjaldgaflinum. (Þær vöktu mikla lukku en var svo stolið á mánudagsmorgni og fóru ekki af þeim fleiri sögur) . Ég uppgötvaði líka á Þjóðhátíð, fjarskylda frænku; hana Lottu frá Noregi. Hún er alveg ágæt og hef ég frétt að hún ætli að koma aftur að ári með norska kærastann sinn. (Eins gott að hann komi með svo að hún fari ekki að leita á hann Brynjar hennar Möttu frænku aftur! Munaði litlu að úr yrðu stökustu vandræði milli þeirra frænkna)
Jæja, eftir Þjóðhátið var nú bara tekið létt á hlutunum, mætt á ættarmót hinnar frábæru Reynistaðarættar að Goðalandi undir Fljótshlíð. Maður var nú í smá stressi yfir þessu öllu þar sem undirbúningurinn var í höndum okkar Möttu frænku. (Lotta hefði nú alveg mátt stoppa lengur á landinu og mæta á ættarmótið. Það finnst mér að minnsta kosti) En svona er lífið og allt hefur sinn tíma, ekki satt, Lotta mín? Ættarmótið tókst í alla staði mjög vel og lifir maður á minningunum þangað til næst.
Þann 4. september kom svo minn kæri vinur Aaron Allred hingað til lands í fyrsta sinn. Hann dvaldi hjá okkur VK í 5 vikur við mjög gott yfirlæti (verð ég að segja: ).
Á sama tíma tók ég til við að endurnýja baðherbergið mitt sem var komið í hengla þegar á reyndi. En með góðri aðstoð og listrænum ráðleggingum mr. Allred´s þá stefnir það í að verða flottasta baðherbergi í margra kílómetra radíus. (En það er sitthvað eftir eins og sönnum Íslendingi sæmir, en það kemur á sínum tíma eins og allt annað)
Eftir að Aaron yfirgaf okkur í október tók sonur minn hin illræmdu samræmdu próf og svo fór maður að huga að Hrekkjavökuteiti fyrir strákinn. Því var skellt saman við afmælisveisluna hans sem hefði átt að haldast í ágúst (var ekki einhver að tala um að allt hefði sinn tíma?) þetta gekk svakalega vel og skemmti ég, ásamt Karítas frænku, 23 börnum með draugasögum, sælgætissníki og fleiru ógurlegu í nokkra klukkutíma.
Hrekkajvökugóssið fór svo niður í kassa og upp fór fremur lítill skammtur af jólaskrauti (óvenjulegt þar sem undanfarin ár hefur maður kvartað yfir tímaleysi fyrir jólin sökum prófanna en svo þegar það er yfirstaðið þá kemst maður varla yfir þessa hluti. Hvað er það eiginlega??)
Þann 1. desember fengum við svo þau tíðindi að stráknum hefði gengið það vel í samræmda stærðfræðiprófinu að skólastjórinn sá sérstaka ástæðu til að óska mér til hamingju með drenginn í 1. des-kaffi Kvenfélagsins Líknar (hann á ekki langt að sækja þetta strákurinn, hah?). Er þetta kannski of mikið móðurstolt? Nei það getur ekki verið! Hann verður nú að fá það sem hann á.
Við Þjóðhildur sáum svo til þess að bekkjarfélagar sona okkar og foreldrar þeirra kæmust í jólaskap. Við efndum til jólastundar þar sem var föndrað og dúllast með krökkunum. Þetta brölt varð svo til þess að við urðum algerlega sjúkar í að flétta (dönsk) jólahjörtu úr álkenndum pappír. Þetta varð hið grafalvarlegasta áhugamál og má sjá afraksturinn. Þetta eru sko engin venjulega hjörtu heldur í öllum mögulegum stærðum og mynstrum. Geri aðrir betur. J
Nú svo voru það bara jólin sem liðu heldur hratt hjá með kalkún á disknum mínum og konfekti í skál við jólaölið. Auður Eir er hálfnuð á náttborðinu mínu og hlakka ég til að klára. Mikið er hún Auður nú merkileg manneskja. Þið verðið eiginlega að lesa bókina um hana.
Nú eru bara tveir dagar eftir af árinu og vona ég að þeir verði ljúfir. Megi nýja árið koma fagnandi með viðeigandi heitum og svikum. (ég á nú eftir að fara aðeins ofan í saumana á þeim pakka. En það verður að hafa sinn tíma eins og annað! : -)
Lifið heil!
2 Comments:
Já takk Ásgerður fyrir skemmtilegt ár og það var nú margt sem við brölluðum saman svei mér þá :)
Hittumst svo ferskar á nýju ári og ég er með fleiri plön í gangi :)
Gleðilegt ár skvís.... sjáumst hressar í jólaboðinu næstu helgi... ekkert stress núna ;o)
....hver veit nema Lotta láti sjá sig á næstu þjóðhátíð... kemur í ljós...hehehehehe
Skrifa ummæli
<< Home